fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Eyjan

Margir að endurfjármagna húsnæðislánin vegna vaxta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 08:01

Það er ekkert grín að vera með breytilega vexti þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að lífeyrissjóðir hafi þurft að loka fyrir umsóknir um lán vegna mikillar ásóknar í endurfjármögnun húsnæðislána. Margir vilja nýta lága vexti, sem eru í boði núna, til að endurfjármagna eldri lán og því er ásóknin mikil.

Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag.

„Eftirspurn eftir endurfjármögnun lána er heilmikil og hefur verið meðan á núverandi vaxtalækkunarskeiði hefur staðið. Hvað varðar húsnæðislán einstaklinga er rúmlega þriðjungur allra lánveitinga vegna endurfjármögnunar. Á undanförnum mánuðum hefur meðal annars verið mikil ásókn í óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum þegar kemur að endurfjármögnun lána. Nú er hægt að anna eftirspurn talsvert betur þar sem ferlið við endurfjármögnun og töku nýrra lána er orðið rafrænt.“

Er haft eftir Birni Berg Gunnarssyni deildarstjóra hjá Íslandsbanka.

Hjá Arion banka hefur eftirspurn aukist eftir verðtryggðum og óverðtryggðum lánum, þó heldur meira eftir óverðtryggðum. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að margir vilji nýta sér lægri vexti til að lækka greiðslubyrði.

„Við tókum þá ákvörðun að loka fyrir umsóknir um endurfjármögnun í nokkrar vikur til að anna eftirspurninni eftir greiðsluerfiðleikaúrræðum sem ganga fyrir núna og þarf að afgreiða hratt.“

Er haft eftir Hönnu Þórunni Skúladóttur, skrifstofustjóra Birtu lífeyrissjóðs, en sjóðurinn hefur lokað fyrir umsóknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist