fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Nóg að gera hjá Íslandspósti – Mikil aukning í netverslun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna COVID-19 faraldursins hefur netverslun innanlands aukist mjög mikið og það hefur í för með sér aukið annríki hjá Íslandspósti. Í mars nam aukningin 30 prósentum að sögn Birgis Jónssonar forstjóra fyrirtækisins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Þetta er eins og fyrir jólin.“

Er haft eftir Birgi sem sagði einnig að starfsfólk hafi verið fært til innan fyrirtækisins og starfsfólki bætt við til að mæta þessari aukningu. Fleiri bílar eru notaðir við útkeyrslu og pökkum er ekið út um helgar. Þrátt fyrir þetta hafa verið tafir á afhendingu vegna álags.

Það vegur á móti þessu að erlend netverslun hefur dregist saman.

Íslandspóstur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur fengið undanþágu frá samkomubanni en Birgir sagði það hafa verið nauðsynlegt til að hægt væri að halda starfsemi Póstmiðstöðvarinnar gangandi.  Þar hafa miklar ráðstafanir verið gerðar til minnka hættuna á smiti. Miðstöðin hefur verið hólfuð niður í 11 vinnustöðvar og mega ekki vera fleiri en 20 starfsmenn í hverri. Enginn samgangur er á milli vinnustöðvanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“