Þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, viðraði í dag hugmyndir sínar um tíföldum listamannalauna, þ.e. að þiggjendum þeirra verði fjölgað úr 325 einstaklingum upp í um 3500. Þessi fjölgun gæti komið til móts við listamenn sem horfi nú fram á svarta tíma sökum ástandsins í atvinnulífinu sökum COVID-19 faraldursins. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson, gefur lítið fyrir þessar hugmyndir og segir Ágúst skorta tengingu við raunveruleikann:
„Hef stundum áhyggjur af því hvað stjórnmálamenn geti verið lítið tengdir veruleikanum. Það er ekki gott á víðsjárverðum tímum þegar hætta er á að samfélagið fari beinlínis á hliðina. Einn slíkur vaknaði í morgun með þá hugmynd að tífalda laun einnar stéttar,“ skrifar Brynjar í færslu á Facebook. Vísar hann þar til hugmynda Ágústar um rótækrar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna.
Ágúst telur að með slíkum aðgerðum gæti hið opinbera í reynd sparað fjármuni sökum minna atvinnuleysis og aukinna tekna frá listgreinum.
„Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Þessi tillaga mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, en auk listsköpunar munu aukin umsvif listamanna skila miklu fjármunum í ríkissjóð. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim. Tíföldum listamannalaunin strax,“ sagði Ágúst Ólafur
Brynjar kveðst ekki skilja rökfærslu Ágústar. Af hverju að nema við tíföldum listamannalauna, af hverju ekki þúsundfalda þær frekar?
„Ekki geri ég lítið úr listamönnum, þótt ég hafi aldrei almennilega vitað hverjir tilheyra þeim hópi, og eru þeir sjálfsagt mikilvægir þegar sækir að þjóðinni depurð og kvíði. Náði samt ekki alveg rökunum um að það borgaði sig að tífalda launin að því að við fengjum það margfalt til baka. Af hverju bara tífalda launin ef sú er raunin. Væri þá ekki nær að hækka launin þúsundfalt á þessum erfiðu tímum. Það hlýti að duga til að bjarga okkur hinum.“
Sjá einnig: Ágúst Ólafur vill tífalda listamannalaun – „Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarða“