fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Hverjum af frambjóðendunum myndi maður treysta á miklum háskatímum?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. mars 2020 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forkosningar Demókrata fyrir forsetakjör í nóvember standa nú sem hæst. Valið virðist núorðið einungis vera milli Joes Biden sem er 77 ára og Bernies Sanders  sem er 78 ára.

Annar hvor þeirra mun etja kappi við hinn 73 ára gamla Donald Trump.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að forsetakosningar í Bandaríkjunum séu óþolandi langdregnar. Þetta er ferli sem stendur meira og minna yfir hálft kjörtímabil.

En hins vegar er þetta ekki kerfi sem skilar mjög hæfum einstaklingum, það sanna dæmin. Má jafnvel færa rök fyrir því að kerfið sé ónýtt.

Ég fór að velta fyrir mé einum mælikvarða: Hverjum af þeim sem hafa sóst eftir embættinu að þessu sinni myndi maður treysta best ef eitthvað virkilega alvarlegt bjátaði á?

Til dæmis drepsótt, kjarnorkustríð eða svo stórt hryðjuverk að það myndi setja allt á annan endann?

Trump, Biden eða Sanders?

Eða einhverjum allt öðrum? Elizabeth Warren virðist að sumu leyti meira traustvekjandi en þessir þrír, hún er altént orðlögð fyrir það í starfi sínu að vera afar skipulögð og mikil verkmanneskja.

Gæti verið að einhverjir af þessum frambjóðendum séu „góðærisstjórnmálamenn“, menn sem eru kosnir þegar lítið bjátar á og fólk treystir á að lífið muni ganga sinn vanagang?

En ekki þegar vá er fyrir dyrum – eins og til dæmis covid 19 veiran?

Það skal viðurkennt að við lifum ekki á tíma stórbrotinna stjórnmálamanna, við höfum engan Churchill, De Gaulle eða Roosevelt, en kannski býður tíðarandinn einfaldlega ekki upp á slikt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?