fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Vesturfarar – allir þættirnir á einum stað

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. mars 2020 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV hefur að undanförnu endursýnt þáttaröðina Vesturfarar sem við Ragnheiður Thorsteinsson og Jón Víðir Hauksson gerðum. Það þýðir að þættina er nú að finna á vef RÚV. Við vorum þarna á ferð árið 2014, sumpart mátti það ekki síðar vera, því miður hafa nokkrir af lykilviðmælendum mínum kvatt þessa jarðvist síðan. Þannig að þáttagerðin var söfnun minniga og menningarverðmæta  – og ég er stoltur af því að  hafa fengið að vinna þetta verkefni. Það breytti að sumu leyti viðhorfum mínum til lífsins – eins og öll alvöruviðfangsefni.

Hér eru þættirnir í réttri röð og hægt að smella á hlekkina til að horfa.

1. þáttur, Brottförin frá Íslandi.  Hann fjallar um brottförina frá  Íslandi, en milli fjórðungur og fimmtungur þjóðarinnar flutti til Vesturheims á árunum 1873  til 1914. Fólkið flúði hallæri, eldgos, hafís, hörð kjör á heiðabýlum, en mestu fólksflutningarnir voru frá Norðausturlandi.

 

 

2. þáttur. Gimli. Hér er farið til Nýja Íslands og höfuðsstaðar þess, bæjarins Gimli. Íslendingarnir ætluðu upphaflega að stofna sína eigin nýlendu, halda áfram að vera Íslendingar og tala íslensku, settu meira að segja saman eins konar stjórnarskrá. En veturnir voru harðir, sumurin heit og mikið af moskítóflugum og svo herjaði bólusótt á mannskapinn. Bóndinn Óli Narfason fer á kostum með sína kjarnyrtu íslensku.

 

 

3. þáttur. Riverton. Hérna hittum við Nelson Gerrard sem býr við Winnipegvatn og varðveitir ótrúlegt safn skjala, ljósmynda og muna sem tengjast íslensku byggðunum í Vesturheimi. Við segjum frá blómlegu tónlistarlifi og heimsækjum við kántrísöngvarann Roy Guðmundsson, hann flytur fyrir okkur lag, í sérlega fallegu myndskeiði.

 

 

4.  þáttur. Bókmenntir  og varðstaðan um tunguna. Hér er fjallað  um skáldskapinn sem lifði góðu lifi á Nýja Íslandi, skáldbændur, örnefni og ættarnöfn sem fólk tók sér. Talsvert segir frá Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni  Guttormi J. Guttormssyni.  En meðal þeirra sem birtast í þættinum eru David Gislason og Bill Valgardsson, tvö vestur-íslensk skáld sem eru báðir mjög meðvitaðir um hefðina.

 

 

5. þáttur. Árborg og Heklueyja. Heklueyja var afskekktur staður, nyrst í landnámi Íslendinga, staðurinn var einangraður og þótti harðbýlt. En sumarfegurðin þar er mikil. Í Árborg hittum við  hjónin Rosalind og Einar Vigfússon sem  reynast vera bæði gestrisin og listfeng. Okkur er sögð sagan af gömlu konunni sem saknaði Drangeyjar svo mjög að sonur hennar lét klippa form hennar í trjárjóður skammt frá  bænum. Heimþráin gat verið sár.

 

 

6. þáttur. Winnipeg. Hérna svipumst við um í  Winnipeg sem um tíma mátti teljast önnur menningarhöfðuborg Íslendinga, því þar var gefinn út fjöldi íslenskra blaða  og bóka og þar störfuðu íslensk félög og söfnuðir, kvenfélög, bindindisfélög og skákfélög. Við förum í ógleymanlegt kaffiboð hjá Jóhönnu Wilson og hópi fjallkvenna.

 

 

7. þáttur. Ennþá Winnipeg. Við höldum áfram að skoða Winnipeg, hittum hinn fræga kvikmyndaleikstjóra Guy Maddin sem er af íslenskum ættum og sýnir okkur hvernig á að drekka molakaffi að íslenskum sið. Við svipumst í gömlum hverfum Íslendinga í borginni og rifjum til dæmis upp  brunann í Templarahúsinu sem var einn helsti samkomustaður Íslendinga.

 

 

8. þáttur. Norður-Dakóta. Nú förum við  suður fyrir landamærin til Bandaríkjanna. Við lendum í flóðum og hittum bændur af íslenskum ættum, hinn  óhemju ættmarga Byron, fjöllum um skáldið Káin og svo um Stephan  G. Stephansson sem setti mark sitt á þessa byggð, áður en hann flutti norður til Kanada.  Við spjöllum við hina háöldruðu Kristínu Geir, sem var litla stúlkan í frægu kvæði eftir Káin.

 

 

9. þáttur. Markerville. Hér erum við komin aftur norður fyrir landamærin, til Markerville, en þar bjó Stephan  G. síðasta hluta ævi sinnar. Við hittum barnabörn hans, bóndann og hestakonuna Írisi og olíumanninn Stephan.

 

 

10. þáttur. Kyrrahafsströndin. Marga Íslendinga sem bjuggu á sléttunum dreymdi um að flytja á ströndina þar sem loftslagið var betra. Í lokaþættinum fjöllum við um byggðir Íslendinga í Vancouver, á hinni gríðarstóru Vancouvereyju og í Point Roberts sem er lítill skagi sem á landamæri að Kanada en tilheyrir þó Bandaríkjunum.

 

 

Þetta er að öllum líkindum síðasti pistillinn sem ég set inn hér á þessum vettvangi. Ég þakka fyrir samfylgdina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið