Slavoj Zizek er slóvenskur heimspekingur, ótrúlegur mælskumaður og mikið ólíkindatól. Um heimsfrægð hans þarf ekki að efast – ég get státað af því að hann var tvívegis gestur í Silfri Egils. Þar sannfærðist ég um að hann er séní.
Á vef RT birtir Zizek leiðbeiningar um hvernig megi lifa af kórónaveiruna. Meðal þessa sem hann leggur til er að umgangast einangrunina eins og leik.
Svo segist hann horfa á þáttaraði – hann nefnir drungalegar norrænar lögregluseríur en mælir svo sérstaklega með þáttum eins og Trapped og The Valhalla Murders.
Fyrri serían hét Ófærð á íslensku en hin síðari Brot – og er nú ein vinsælasta þáttaröðin á Netflix.