fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Dylan syngur um morðið á Kennedy í nýju sautján mínútna lagi

Egill Helgason
Föstudaginn 27. mars 2020 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bob Dylan gefur út nýtt lag – það birtist á netinu í dag. Murder Most Lagið fjallar um morðið á Kennedy en um leið er þetta breið sýn á bandarískt samfélag síðan þá. Lagið er heilar sautján mínútur – og maður þarf dálitið að sperra eyrun til að heyra textann.

En það er gaman að hlusta, þarna eru ótal tilvísanir í alls konar hluti – aðallega þó tónlist og tónlistarmenn, alveg frá Bítlunum til Charlie Parker og Stevie Nicks.

Þetta er fyrsta frumsamda efnið sem kemur frá Dylan í átta ár, en hann ferðast enn um og spilar á tónleikum.

Dylan var ungur maður þegar Kennedy var skotinn, þá þegar orðinn eitt frægasta söngvaskáld í Bandaríkjunum, nú er hann orðinn 78 ára, fékk Nóbelsverðlaunin fyrir þremur árum. Þetta er líka fyrsta lagið sem hann gefur út síðan þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra