Bjarni Sigtryggsson vinur minn er afar glöggur maður.
Á Facebook gerir hann að umtalsefni orðið „samskiptafjarlægð“ sem farið er að nota um „social distancing“. Hugtakið skýrir sig sjálft og er vissulega gegnsætt– og svo má sjá myndina hér að ofan úr ágætum þætti Gísla Marteins.
Bjarni bendir á að við eigum gamalt gott íslenskt orð sem er ekki alveg jafn langt og þvælið – og ekki jafn stofnanalegt.
Bil.
Bil milli manna og svo framvegis.
Á þýsku er sagt í háði: „Warum einfach, wenn’s auch kompliziert geht.“
Hví að hafa hlutina einfalda þegar hægt er að hafa þá flókna?