fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Að hanga heima

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. mars 2020 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki viss um að ég hefði þolað að hanga inni heilu sólarhringana þegar ég var 18 ára. Það hefði líklega þurft að fjötra mig. Þegar maður er ungur sér maður hlutina allt öðruvísi en þegar árin færast yfir. Maður fer að eiga í erfiðleikum með að rifja upp hvaða persóna maður var; um tíma á ungdómsárum finnst manni næstum eins og maður geti orðið eilífur. Það er skrítin tilfinning sem mig rámar í. Jafn ungur og vitlaus og óhræddur og ég var hefði ég ábyggilega stolist út.

Þá voru heldur engar tölvur til að halda manni heima. Maður hefði hlustað á plötur og lesið bækur – sem kannski er betra en að vafra um í netheimum?

Ég bý niðri í bæ og ég hef ekki fyrr upplifað jafnmikla rósemd yfir honum á laugardagskvöldi og í gærkvöldi. Það heyrðist svona eitt máttlaust fyllerísöskur og svo fór einn og einn leigubíll um Lækjargötuna. Í fyrrakvöld hafði reyndar einhver fyrir því að kasta snjóbolta í húsið hjá mér.

Maður les í fjölmiðlunum að hafi verið býsna mikið um partí í heimahúsum. Þannig erum við í raun að færast aftur um marga áratugi. Partíin heima, bærinn tómur. Heyrðu, svona var þetta einu sinni.

Maður eldist – verður ekki að marki vitrari – en það er ekki jafn mikið kvalræði að hanga heima. Maður verður heimakær og mikið þarf til að draga mann út. Þetta verður hið eðlilega ástand – default eins og það heitir á tölvumáli.

Þá á þessi mynd hér að ofan ágætlega við.

Og jú, ég held sé best að halda sig heima við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?