fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Vetrarþankar á Skólavörðuholti

Egill Helgason
Mánudaginn 2. mars 2020 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svona um þetta leyti að maður fer að verða verulega þreyttur á íslenska vetrinum. Hann er náttúrlega talsvert lengri en vetur aðeins sunnar á jarðarkringlunni. Vorið kom reyndar snemma í fyrra – en maður finnur hjá sér ugg vegna þess að það gætu verið heilar sex til sjö vikur eftir af vetrarveðri. Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í erlendum ferðamönnum sem koma hingað að vetrarlagi. Vetrarfegurðin hér er yfirleitt afar takmörkuð sökum þess hvað er misveðrasamt. Yfirleitt endar snjórinn í skítugum haugum og klaki og hálka út um allt. Birtan ýmist grá eða glær.  Vetrarfegurð er meiri þar sem eru staðviðri.

Nú í verkfalli eru göngustígar og gangstéttir í borginni lítt hreinsaðar af snjó. Það er svolítið til marks um þann forgang sem bílar njóta í borginni að akvegir eru betur færir. Það er ákveðinn kostur við að búa í Miðborginni að gangsstéttir eru hitaðar og snjór bráðnar af þeim. En auðvitað nennir maður ekki alltaf að feta slóðir ferðamannanna – ekki síst nú á tíma kórónuveirunnar. Ég fór á gangstíginn við Ægissíðu í gær, hann hafði ekki verið ruddur.

Skólavörðustígur er uppáhaldsgatan mín í borginni. Hún er svo mátulega breið, liggur fallega upp hæðina og endar í hinni miklu steinsteyptu kirkju sem ég er núorðið nokkuð sáttur við, þótt vinir kunningjar mínir í arkitektastétt fussi og sveii margir yfir því hvað samræmið er lélegt í Hallgrímskirkju. Stærsta en lakasta verk Guðjóns, segja þeir.

Skólavörðuholtið er víst þéttasta byggð á Íslandi – eða var það allavega til skamms tíma. Maður tekur ekki svo mikið eftir því vegna þess að hæðin á húsunum er mátuleg, þau stærstu varla nema þrjár til fjórar hæðir. Vegna þess hvað sól er lágt á lofti á Íslandi mega hús í miðjum borgarhverfum helst ekki vera hærri. Þannig að holtið myndar mjög fallega heild– byggðin líkt og flæðir fallega niður það.

En svona var þetta umhorfs á 19.öldinni þegar Reykjavík var bara smábær. Þarna er horft niður Skólavörðustíginn. Við sjáum að tukthúsið er efst í byggðinni, það var byggt 1872. Myllan í Bankastræti stendur enn. Ég ímynda mér að þetta sé tekið um svipað leyti árs og nú – það er ís á höfninni, snjór á götunni og í holtinu, það verður seint sagt að þarna sé fagurt yfir að líta. Við sjáum líka hvað Skólavörðuholtið er skelfing grýtt – hverfið þarna er reist á grjóti og urð.

Myndin er eftir Sigfús Eymundsson, tekin 1877.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda