Samkomubann verður sett á á Íslandi þann 15. mars.. Er það í fyrsta skipti sem það er gert í lýðveldissögunni. Þetta er gert til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins.
Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
- Samkomubannið tekur gildi á miðnætti aðfararnótt mánudagsins 15.mars og bannar samkomur fólks sem telja fleiri en 100 manns. Mun það gilda í fjórar vikur.
- Þá eru líka sett fjarlægðarmörk, amk 2 metrar þurfa að vera milli fólks þar sem fleiri en 100 manns koma saman.
- „Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalaus viðbrögð“ sagði Katrín í upphafi fundar.
- Loka á framhaldsskólum og háskólum á landinu öllu. Kennslu verður sinnt með fjarkennslu.
- Starf grunnskóla mun halda áfram háð vissum skilyrðum. Menntamálaráðherra óskar samráðs allra sem málinu tengjast.
- Takmarkanir verða settar á hversu margir mega fara inn í stórverslanir í einu
Fréttin verður uppfærð