fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Sjáðu hvað Samherji greiddi fyrir makrílinn í Namibíu miðað við Ísland

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 12:00

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milli áranna 2012 og 2019 greiddi Samherji sex til níu sinnum hærri upphæð í kvótakostnað í Namibíu fyrir makrílstonnið, miðað við það sem Samherji greiðir fyrir makrílstonnið á Íslandi. Þetta kemur fram í Stundinni, sem reiknar meintar mútugreiðslur Samherja inn í upphæðina um kvótakostnað Samherja í Namibíu.

Stundin hefur eftir Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Samherjamálinu, að makrílstonnið hafi kostað á bilinu 180 -240 dollara í Namibíu en það fór hæst í 310 dollara árið 2014.

Á gengi dagsins eru 180 dollarar tæplega 23 þúsund krónur og 240 dollarar eru um 30 þúsund krónur.

Veiðigjöld Samherja fyrir hvert tonn af makríl á Íslandi árið 2019 voru hinsvegar 3550 krónur, samkvæmt vefsíðu Fiskistofu. Veiðigjöldin fyrir kílóverðið af makríl hér á landi árið 2019 voru 3.55 krónur og 3.35 krónur árið 2018.

Mikill munur

Stundin greinir frá því að ef Samherji ætti að greiða sama verð fyrir makrílinn á Íslandi og hann gerði í Namibíu, þyrfti veiðigjaldið að hækka úr 3.55 krónum upp í 23 til 30 þúsund krónur per kíló, sem er 6.5 föld og 8.6 föld hækkun.

Lýðskrum!

Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra var heitt í hamsi á þinginu í gær þegar Viðreisn, Píratar og Samfylking óskuðu eftir skýrslubeiðni frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra þar sem fram kæmi samanburður á veiðigjöldum Samherja í Namibíu og hér á landi. Sagði hann að stjórnarandstaðan væri að þyrla upp pólitísku moldviðri og taldi um lýðskrum að ræða.

Sjá nánar: Skýrslubeiðni um Samherja kom Bjarna í uppnám á Alþingi – „Hérna er þyrlað upp pólitísku moldviðri – Lýðskrum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“