Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu eru að Samfylkingin eykur fylgi sitt en Viðreisn tapar fylgi, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.
Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fjögur prósentustig milli mælinga, en næstum 18% þeirra sem taka afstöðu segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Fylgi Viðreisnar minnkar um tvö prósentustig en rúmlega 10% segjast myndu kjósa flokkinn nú.
Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,1 prósentustig.
Stuðningur við ríkisstjórnina stendur í stað milli mælinga og segjast tæplega 47% þeirra sem taka afstöðu styðja hana, en samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG mælist þó aðeins 39.9%.