fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Fyrrverandi forstjóri Hörpu opnar sig: „Er nema von að þá hafi mér ekki hugnast að standa í þessu lengur?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er nema von að þá hafi mér ekki hugnast að standa í þessu lengur?“ spyr Halldór Guðmundsson, rithöfundur og fyrrverandi forstjóri Hörpu, í pistli um tíma sinn sem forstjóri og hvernig hann tókst á við hið opinbera og eigendur Hörpu í starfi sínu.

Hefur pistlinum verið margdeilt á Facebook og hann sagður sprenghlægileg harmsaga í boði íslenskrar stjórnsýslu.

Halldór segir að hæfara fólk hafi tekið við af sér en spáir því að álögurnar muni bera rekstur Hörpu ofurliði og tekur dæmi um þann kostnað sem hann þurfti að mæta í starfi sínu.

Fáránlegar aðstæður

Halldór, sem einnig er bókmenntafræðingur, nefnir pistil sinn Kafka við Sæbrautina, með vísun í rithöfundinn Franz Kafka, hvers persónur lentu oft í fáránlegum og súrrealískum aðstæðum, en eitt helsta vandamálið sem Halldór stóð frammi fyrir var auglýsingaskilti á Sæbrautinni í eigu Hörpu.

Skiltið var hinsvegar ekki á deiluskipulagi Reykjavíkurborgar og fyrir vikið gat Harpa ekki fengið fullgilt leyfi fyrir samkomuhaldi og vínveitingum, þar sem ekki hefði farið fram lokaúttekt á byggingunni. Þurfti því að fá byggingastjóra og sækja um breytingu á deiluskipulagi með tilheyrandi vinnu og kostnaði, vegna skiltis sem stóð þar fyrir og stendur enn.

„Allt væri þetta saklaus skemmtisaga, ef hún væri ekki svona dýr, og það mætti ekki lesa hana – eins og ýmsar sögur Kafka – sem táknsögu,“

segir Halldór.

Eigendum uppsigað við húsið

Hann lýsir samskiptum sínum við hið opinbera og eigendur hússins, sem er almenningur, í gegnum ríki og borg, en heildarkostnaður við byggingu Hörpu var 21 milljarður króna:

„…og það komu þær stundir að manni fannst að engum væri meira uppsigað við húsið en einmitt eigendunum sjálfum. Þó taldi ég mig vita að það væri ekki meiningin,“

segir Halldór og nefnir dæmi um kostnaðinn við reksturinn:

„Fyrir það eitt að skrá Hörpu sem eiganda hússins, í stað Tótusar, hugðist sýslumaðurinn í Reykjavík rukka okkur um ríflega 300 milljónir í stimpilgjöld. Með ærnum (lögfræði)kostnaði og mörgum fundum tókst að koma í veg fyrir það. Þá sendi Þjóðskrá áskorun um að láta gera brunabótamat hússins, sem ég hélt í sakleysi mínu að hefði verið gert fyrir löngu. Fyrir það þarf að greiða svokallað skipulagsgjald, í kringum 70 milljónir. Sem bætast við alls kyns önnur gjöld sem lögð er á húsið og skulu ekki öll tíunduð hér, enda engin leið að hafa í við tollheimtumenn í þeim efnum.“

Málshöfðun og fasteignagjöld

Halldór minnist einnig á fasteignagjöldin sem Harpa þurfti að greiða og málaferlum við eigendur hússins:

„Þegar ég var þar húsvörður borgaði Harpa röska milljón á dag, eða sem nemur einni Eldborgarleigu, þrisvar til fjórum sinnum meira á fermetra en önnur stórhýsi á landinu (t.d. Smáralind, Kringlan eða Leifsstöð). Það hefur verið í sakleysi þess sem var nýbyrjaður sem ég spurði eigendur hvort ekki mætti breyta því. Jú, var svarið, þú getur farið í mál við okkur. Svo í nokkur ár rak Harpa mál á hendur eigendum sínum, stórt og dýrt og þvælið gegn harðsnúinni vörn, í þeim eina tilgangi að húsið mætti verða rekstrarhæft,“

skrifar Halldór, en Harpa vann málið loks fyrir Hæstarétti, sem Halldór segir að hafi létt undir með rekstrinum, en aðeins um skeið:

„En það var skammvinn sæla og fljótlega fundu tollheimtumenn leiðir til að halda álögum á húsið svo gott sem óbreyttum, hvað sem leið sigrum Hörpu fyrir dómstólum. Er nema von að þá hafi mér ekki hugnast að standa í þessu lengur?“

Álögurnar munu bera reksturinn ofurliði

Halldór nefnir að í millitíðinni hafi hæfara fólk tekið við og gert allt sem það getur til að bæta reksturinn:

„En ég óttast að eðli starfans sé hið sama og algerlega í anda Sísýfosar sem alltaf velti grjóti upp sömu hlíðina. Því má það verða huggun harmi gegn, þegar álögurnar hafa endanlega borið reksturinn ofurliði, að skiltið hefur hlotið formlegt samþykki og Harpa fengið lokaúttekt og fullgilt leyfi til samkomuhalds. Þá getur skiltið staðið áfram á sínum stað og borið vitni þeim viðburðum sem hefðu getað orðið í húsinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum