fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Kostnaður Reykjavíkurborgar af ferðamönnum 8.3 milljarðar umfram tekjur – „Vel þess virði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ábatagreiningu starfshóps Reykjavíkurborgar um mótun ferðastefnu, voru tekjur borgarinnar af erlendum ferðamönnum 10,5 milljarðar króna árið 2018. Kostnaðurinn vegna ferðamanna nam hinsvegar 18,7 milljörðum, eða 8,3 milljörðum meira en tekjurnar.

Samkvæmt greiningunni var meðaleyðsla ferðamanna á sólarhring í Reykjavík árið 2018 37.693 krónur.

Þetta var kynnt fyrir borgarráði í gær og Fréttablaðið greinir frá.

Ríkið tekur allt

Þar segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að Reykjavíkurborg líti ekki á kostnaðinn umfram tekjurnar sem tap, en telur þó niðurstöðuna sláandi.

Hún segir jafnframt kostnaðinn vel þess virði:

„Við sem erum að reka sveitarfélögin vitum að við erum ekki að fá miklar tekjur af ferðamönnum. Þó svo að sveitarfélögin séu pakkfull af fólki þá renna litlar tekjur til sveitarfélaganna. Bæði virðisaukaskattur og gistináttagjald rennur til ríkisins. Samband sveitarfélaga hefur unnið að því að gistináttagjaldið fari til sveitarfélaganna og það er inni í ríkisstjórnarsáttmálanum en það virðist enginn vera að flýta sér og við viljum bara benda á það augljósa í þessu. Þó að þessi mikli kostnaður fylgi ferðaþjónustunni er hún vel þess virði en eðlilegra væri að sveitarfélagið fengi til sín stærri hlutdeild af tekjunum sem ferðamaðurinn býr til,“

segir Þórdís við Fréttablaðið.

Samkvæmt greiningunni teljast tekjurnar vera fasteignagjöld fyrirtækja, aðgangseyrir í sundlaugar og listasöfn og tekjur Höfuðborgarstofu. Óbeinar tekjur teljast útsvar og fasteignagjöld starfsmanna sem sinna ferðaþjónustu.

Rekstur Höfuðborgarstofu og styrkveitingar teljast sem beinn kostnaður, en óbeinn kostnaður telst kostnaður við grunnþjónustu starfsmanna sem bætast í borgina með fjölgun ferðamanna, til dæmis vegna leikskóla og skóla, að sögn Þórdísar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur