fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Áhrif covid 19 á hnattvæðinguna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á Vesturlöndum höfum lifað öruggustu tíma í sögu mannkyns. Laus við stríð, hallæri og farsóttir. Í rauninni tíma sem eru furðulega góðir miðað við fyrri tíma sögu. Við getum verið örugg á heimilum okkar og eins í almannarýminu – þaðan hefur verið útrýmt hættum sem áður voru til, ofbeldi og sóðaskap.

Heimurinn hefur tekið miklum breytingum á þessum mikla friðartíma. Hnattvæðing hefur verið allsráðandi í marga áratugi  – það eru stöðugir flutningar milli fjarlægraár heimsálfa, að maður nefni ekki allar breytingarnar sem tölvutæknin hefur haft í för með sér. Að sama skapi hafa ferðalög aukist gríðarlega. Við höfum gengið út frá því vísu að þetta haldi svona áfram, nokkurn veginn ótruflað, hlutabréfamarkaðir og fjármálakerfið byggja til dæmis á því.

Ef verður rask á þessu kerfi heimsviðskipta gætu verðbréfamarkaðir tekið mikla dýfu. Hagkerfi í mismunandi deildum jarðar eru afar samtengd.

Það hefur líka gerst að sum lönd hafa að miklu leyti horfið frá því að framleiða hluti, en byggja mestanpart á þjónustu, kaupsýslu og fjármálastarfsemi. Framleiðslunni hefur í stórum stíl verið útvistað til ríkja í Asíu, Kína, Tælands, Víetnam, Indónesíu og Bangladesh. Þetta hefur haft í för með sér mjög bætt lífskjör í Austur-Asíu.

Farsóttin covid 19 getur sett hér strik í reikninginn. Þetta er í fyrsta skipti í mjög langan tíma að kemur upp ófyrirséð sem getur haft mikil áhrif á hin hnattvæddu heimsviðskipti.

Við vitum ekki hvað faraldurinn verður útbreiddur eða hversu alvarlegur hann verður, en ef illa fer er líklegt að hin hnattvæddu framleiðslu- og flutningskerfi riðlist. Það getur leitt af sér skort á ýmsum hlutum. Þarna getur verið um að ræða ýmis matvæli, tæknivörur, varahluti, en skuggalegast er ástandið í lyfjaiðnaði. Mjög stór hluti af sýkalyfjum eru til dæmis framleidd í Kína – menn voru farnir að hafa áhyggjur af því áður en covid 19 braust út.

Stórir atburðir eins og styrjaldir, kreppur og nú hugsanlega farsótt geta knúið mannfólkið til að endurhugsa hluti sem það leiddi kannski ekki hugann mikið að á velmegunartímum – geta leitt af sér hvörf sem eru stundum nauðsynleg.

Sjúkdómurinn gæti sýnt okkur hversu óviturlegt það er að flytja mestalla framleiðslu hinum megin á hnöttinn, hversu ótryggt það kerfi er í rauninni. Það sem er líka umhugsunarvert við þetta er að þetta varð ekki vegna einhverrar ákvörðunar eða með lýðræðislegum vilja, heldur er þetta allt á forsendum auðmagnsins, aukins gróða, lækkandi kostnaðs við vinnuafl og meiri neyslu.

Fyrir utan nú hvað þetta kerfi – sem gæti farið að hiksta bráðlega – er skelfing óvistvænt. En kannski munum við hugsa okkar gang og skilja að margt er betra að gera nær heimilinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda