fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Bernie Sanders, sósíaldemókrati á evrópska vísu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingurinn Jeffrey D. Sachs skrifar grein á vefinn Project Syndicate og segir að í augum Wall Street sé Bernie Sanders hræðilegur ógnarbíldur, algjörlega ókjósanlegur, hann sé boðberi hruns –  og hann segir að þessi málflutningur endurómi í meira að segja í frjálslyndum blöðum eins og New York Times og Washington Post.

Séð úr  forréttindastöðu Wall Street í bandarísku samfélagi kunni þetta að líta svona út. Þar séu völd, auðfengið fé, hlutabréfamarkaðir sem hafi verið á flugi – gagnrýnendur þessa hljóti að vera óvinurinn sjálfur eða fábjánar.

Sachs segir að þegar hann nefni Bernie Sanders á nafn í slíkum hópum bregðist menn við eins og talað sé um skrattann sjálfan.

En, segir Sachs, í Evrópu yrði Sanders ekki talinn annað en hefðbundinn sósíaldemókrati – austan megin hafsins þykja sósíaldemókratar ekkert sérlega róttækir.

Stefnumál hans séu almennt heilbrigðiskerfi, laun sem eru yfir fátæktarmörkum, fæðingarorlof,  launað sjúkraleyfi, menntun sem steypir námsmönnum ekki í ævilangar skuldir, kosningar sem milljarðamæringar geta ekki keypt og stjórnarfar þar sem vilji almennings ræður en ekki ítök stórfyrirtækja – hann nefnir að þau hafi eytt 3,5 milljörðum dollara í lobbíisma á síðasta ári.

Og það sem meira er, segir Sachs, meirihluti Bandaríkjamanna er samþykkur þessum stefnumálum – og sé líka hlynntur því að leggja meiri skatta á auðmenn. Samt sé sífellt klifað á því að Sanders sé öfgamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda