fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var í sjónvarpsupptökum við Háskóla Íslands í síðustu viku. Það sem kom mér á óvart var hvað háskólasvæðið er í raun óhrjálegt. Byggingunum hefur náttúrlega fjölgað mikið, en það sem sló mig mest voru hin miklu flæmi bílastæða.

Ég er alinn upp nálægt Háskólanum, þvældist mikið þar í kring sem krakki, þá voru þar tún þar sem hægt var að vera í fótbolta. Græn svæði, eins og það heitir nú. Kannski var ekki hægt að vernda þau öll, en  fyrr má nú fyrrvera – meira og  minna allir auðir blettir við Háskólann eru lagðir undir stæði. Þetta gerir háskólalóðina – campusinn eins og það heitir á erlendu máli – frekar óyndislega. Í rauninni er eini græni bletturinn sem eftir er Skeifan fyrir framan Háskólann, hún er sérkennileg en hefur reyndar alltaf verið frekar kuldaleg. Og af einhverjum ástæðum eru þar engir bekkir eða neitt sem laðar að fólk.

Maður ber þetta saman við háskólasvæði sem maður hefur heimsótt erlendis – kannski ætlast maður ekki til að Háskóli Íslands liti út eins og Harvard, Oxford eða Lundur, en þetta ber samt  vott um ákveðið virðingarleysi fyrir umhverfinu.

Vandinn er auðvitað meðal annars sá hvað við Íslendingar erum skelfing mikil bílaþjóð – að svo margir starfsmenn og nemendur Háskólans kjósi að koma á bíl í skólann. En það mætti kannski reyna að draga úr þessu með því að taka gjald fyrir bílastæðin. Það eru engin rök fyrir því að Háskólinn bjóði upp á mikinn fjölda af ókeypis bílastæðum.

Á það er líka bent að þetta gæti verið tekjulind fyrir Háskóla Íslands. Nú er rætt um að hækka skráningargjöldin í Háskólann um 40 prósent. Máski er full þörf á því, en önnur leið til að afla tekna gætu verið bílastæðagjöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?