fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Brynjar um braggamálið – „Sérstakt að ekki sé óskað eftir sakamálarannsókn“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 15:23

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, segir óumdeilt að braggamálið sé klúður, þar sem illa hafi verið farið með fé skattgreiðenda.

Telur hann „sérstakt“ að ekki hafi farið fram sakamálarannsókn á málinu, en þess skal getið að fulltrúar Flokks fólksins og Miðflokksins lögðu það til á borgarstjórnarfundi fyrir ári síðan, að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Ekki hlaust pólitískur meirihluti fyrir því.

Þá lá skýrsla borgarskjalavarðar hinsvegar ekki fyrir, sem komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að eftir að Innri endurskoðun hefði fjallað um málið í fyrra, hefðu starfsmenn Reykjavíkurborgar gerst sekir um um brjóta lög um skjalavörslu, en viðurlögin eru allt að þriggja ára fangelsi.

Klúður

Brynjar viðurkennir þó að hann sé ekki alveg inni í öllu málinu, en meirihlutinn beri samt ábyrgð:

„Ekki veit ég mikið um þetta braggamál Reykjavíkurborgar annað en fram hefur komið í fréttum og ætla því ekki að gerast dómari í því. Nóg er af dómurum í hópi fjölmiðlamanna og almennings á samfélagsmiðlum í hvers kyns málum, sérstaklega þeim sem eru órannsökuð og óupplýst. Óumdeilt er þó að málið er klúður og illa farið með fé skattgreiðenda, sem er auðvitað ekki einsdæmi. Meirihlutinn ber ábyrgð á því þótt hann reyni að víkja sér fimlega undan henni.“

Telur hann undarlegt að málið sé ekki rannsakað sem sakamál:

„En ef það er svo að innri rannsókn hjá borginni bendi til þess að í meðferð braggamálsins hafi verið brotin lög, sem refsing liggur við, er sérstakt að ekki sé óskað eftir sakamálarannsókn. Eru þessar upplýsingar sem fram koma í fjölmiðlum kannski bara rangar eða líta menn svo á að starfsmenn og fulltrúar almennings hjá Reykjavíkurborg séu undanþegnir refsiábyrgð vegna starfa sinna?“

Það skal ítrekað að skýrsla borgarskjalavarðar sem kom út á dögunum, staðfesti að frekari lög um skjalavörslu hafi verið brotin eftir að Innri endurskoðandi gerði sína úttekt.

Hyggjast ekki kæra

Hinsvegar hefur Reykjavíkurborg ekki í hyggju að kæra nein brot sem framin voru, samkvæmt svörum Reykjavíkurborgar til Hringbrautar í dag.

Hinsvegar hefur meirihlutinn samþykkt tillögu frá Sjálfstæðisflokknum um að borgarlögmaður taki málið upp hjá sér, en fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins hafa undrast þá ákvörðun, þar sem þeir efast um hlutleysi borgarlögmanns og eiga ekki von á því að borgarlögmaður taki það upp af einsdæmi að koma málinu í kæruferli.

Þeirra kandídat

Reykjavíkurborg braut jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns, þar sem kærunefnd jafnréttismála taldi Ástráð Haraldsson hæfari en Ebbu Schram, sem var ráðin í starfið árið 2017.

Í úrskurðinum kom fram að Ástráður hefði fengið þær upplýsingar í samtölum við fyrrverandi borgarlögmann og borgarstjóra, að gert væri ráð fyrir að Ebba sótti um stöðuna og hefði fengið hvatningu frá borgarstjóra og fyrrverandi borgarlögmanni þess efnis:

„Kærandi hafi skilið þetta sem svo að hún væri þeirra kandídat en verið fullvissaður um það af þeim báðum að ekkert væri fyrirfram afráðið um málið,“

segir í dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð