Kvikmyndamiðstöð endurgreiddi alls 12.6 milljónir króna til Republik, framleiðanda Áramótaskaupsins, samkvæmt tilkynningu á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Framleiðslufyrirtæki eiga rétt á að fá endurgreiddan kostnað upp að 25 prósentum hér á landi og greinir RÚV frá að þannig megi áætla að kostnaðurinn hafi verið um 50 milljónir, sem sé nokkuð hærri en undanfarin ár.
Í fyrra kostaði framleiðslan við áramótaskaupið um 34 milljónir.
Árið 2015 kostaði skaupið 28 milljónir. Það kostaði um 30 milljónir árið 2016 og var það sagt á pari við kostnað fyrri ára, sem var frá 26-31 milljón króna.
Samkvæmt svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV við fyrirspurn Eyjunnar, er rangt með farið í frétt RÚV:
„Þar er rangt með farið. RÚV greiddi framleiðanda 34 mkr í ár fyrir gerð Skaupsins – sem og undanfarin ár.“
Ekki náðist í forvarsmenn Republik.
Þau Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Meistari Jakob Birgisson, Reynir Lyngdal, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson skrifuðu áramótaskaupið í fyrra.
Tónlistin í Skaupinu var í umsjá Árna plús einn úr FMBelfast og tónlistarmannsins Prins Pólós. Framleiðsla var í höndum Republik og leikstjóri var Reynir Lyngdal.
Skaupið var gert aðgengilegt á vef RÚV og má sjá það hér.