fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Sjáðu það sem almenningur mátti ekki sjá – Afhjúpandi tölvupóstar Reykjavíkurborgar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Reykjavíkurborgar gerðust brotlegir við lög um skjalavörslu og skjalastjórn í meðhöndlun þeirra á gögnum um braggamálið. Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar Borgarskjalasafns Reykjavíkur, hvers efni var rætt á fundi borgarráðs í dag. Hringbraut greindi fyrst frá.

Sjá nánar: Einbeittur brotavilji starfsmanna Reykjavíkurborgar – Viðurlögin allt að þriggja ára fangelsi

Sjá nánar: Krefst afsagnar Dags í kjölfar kolsvartrar skýrslu – „Hrein og klár hylming á opinberum gögnum“

Hylmingin

Í skýrslunni, sem Eyjan hefur undir höndum, eru birt tölvupóstsamskipti starfsmanns skrifstofu eigna – og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar við starfsmann Arkíbúllunar.

Þar kemur bersýnilega í ljós að fundargerðum frá verkefnisstjórnarfundum um braggamálið hafi verið haldið vísvitandi frá fjölmiðlum og almenningi.

Samskiptin eru eftirfarandi:

Starfsmaður Reykjavíkurborgar:

Hæ hæ, þetta eru google docs skjöl, sendi þér þau á öðru formati ef það er ves með þessi.“

Starfsmaður Arkíbúllunar:

Ok, græja það. Eru þessar fundargerðir opinberar? Ég meina hafa fjölmiðlar rétt á þeim?“

Starfsmaður Reykjavíkurborgar:

„PDF væri best helst þannig að ekki sé hægt að opna þau“

Starfsmaður Arkíbúllunar:

„Ok!“

Starfsmaður Reykjavíkurborgar:

„Set þær í GoPro er ekki að dreifa þeim“

Ástæða til umfjöllunar

Um þetta segir í skýrslunni:

„Ástæða er til að fjalla um tölvupóstsamskipti starfsmanns SEA við starfsmann Arkibúllunnar, þar sem rætt var um afhendingu Arkibúllunnar á fundargerðum frá verkefnisstjórnarfundum þar sem þær voru vistaðar í læstum „Google Docs“-skjölum. Í tölvupóstunum, sem vistaðir eru í GoPro undir máli „R13090001 – Nauthólsvegur 100 – endurgerð bragga og skemmu – auglýsing“, bendir starfsmaður Arkibúllunnar á að fundargerðirnar séu „Google Docs“-skjöl en býðst til þess að senda skjölin með öðru skráarsniði. Í svari starfsmanns SEA segir „PDF væri best helst þannig að ekki sé hægt að opna þau“.

Í næsta tölvupósti spyr starfsmaður Arkibúllunnar hvort fundargerðirnar séu opinberar og hvort fjölmiðlar eigi rétt á aðgangi að þeim. Starfsmaður SEA svarar því ekki en segist aðeins ætla að vista þær í GoPro en ekki dreifa þeim. Tölvupóstarnir voru vistaðir í GoPro 31. janúar 2019, sex dögum eftir að Borgarskjalasafn hóf athugun sína.“

Ekki samkvæmt lögum og reglum

Lögum samkvæmt eru slík vinnubrögð óásættanleg:

„Séu skjöl vistuð með þeim hætti að ekki er hægt að opna þau eru þau ekki aðgengileg í samræmi við kröfur laga og reglna, sbr. einkum 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn og 2. gr. reglna um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila.“

Tölvupóstarnir úr skýrslunni eru hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK