„Vegna frétta um skýrslu borgarskjalavarðar sem kynnt var á fundi borgarráðs í morgun vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi á framfæri. Ábendingar í skýrslu borgarskjalavarðar eru samhljóða skýrslu innri endurskoðanda um Nauthólsveg 100. Þegar hefur verið brugðist við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Vinnu við innleiðingu er annað hvort lokið, stendur yfir eða er í viðeigandi ferli,“
segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna skýrslu Borgarskjalasafns Reykjavíkurborgar um braggamálið, sem ratað hefur í fréttir dagsins.
Er greint frá því í tilkynningunni að ákveðin skref hafi þegar verið tekin til að bregðast við málinu:
Tengill á skýrslu Borgarskjalasafnsins er einnig birtur í tilkynningunni:
„Því hefur verið brugðist við skýrslu borgarskjalavarðar með viðeigandi hætti. Skýrslan og umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.“
https://reykjavik.is/frettir/vegna-skyrslu-borgarskjalavardar