fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Villi Birgis brjálaður og heimtar að Hörður verði rekinn – „Áður en honum tekst að slátra þessum fyrirtækjum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er allt sem ég hef bent á undanfarin ár að teiknast upp og verða að raunveruleika. Ég hef skrifað margar greinar um að með græðgisvæðingu sinni sé Landsvirkjun að slátra orkusæknum iðnaði á Íslandi og setja lífsviðurværi þúsunda fjölskyldna sem byggja afkomu sína í fullkomið uppnám,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness í kjölfar frétta um að álverið í Straumsvík sé mögulega að loka vegna stöðugs rekstrartaps í mörg ár.

Hefur Rannveig Rist, forstjóri ISAL, sagt að framtíð fyrirtækisins velti á því hvort takist að semja upp á nýtt við Landsvirkjun um hagstæðara raforkuverð.

Einokunarforstjóri verði rekinn

Vilhjálmur segir Hörð Árnason, forstjóra Landsvirkjunar vera einokunarforstjóra sem beiti óbeinum hótunum og vill að hann verði rekinn:

„Ég spyr, ætla stjórnvöld og þingmenn að láta einokunarforstjóra Landsvirkjunar sem eftir mínum upplýsingum beitir viðskiptavini sína óbeinum hótunum að stefna lífsviðurværi þúsunda fjölskyldna í hættu og 40% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar?

segir Vilhjálmur og bætir við:

„Ég vil að skipt verði um forstjóra Landsvirkjunar áður en honum tekst að slátra þessum fyrirtækjum og stefna þúsundum starfa í enn meiri hættu en nú er og eyðileggja atvinnugrein sem skapar upp undir 300 milljarða í útflutningstekjur!“

Þræta eins og sprúttsalar

Vilhjálmur segir Landsvirkjun þræta eins og „sprúttsalar“ fyrir að raforkuverð hér sé ekki samkeppnishæft við önnur lönd. Staðreyndin sé hins vegar önnur, sem sjá megi í því að ISAL hafi skilað samfelldu tapi frá 2010, þegar nýr raforkusamningur var gerður við Landsvirkjun.

Vilhjálmur nefnir að raforkuverðið í Kanada, þar sem Rio Tinto sé einnig með álver, sé helmingi lægra:

„Eru menn svo hissa á að verið sé skoða möguleika á að loka álverinu í Straumsvík sem mun valda atvinnumissi að minnsta kosti 500 manna og töpuðum útflutningstekjum sem nemur um og yfir 60 milljörðum?“

Ekki bara ISAL

Vilhjálmur segir hið sama gila um önnur orkufrek fyrirtæki, þau séu að sligast undir háu orkuverði:

„Það er ekki bara að álverið í Straumsvík sé í hættu heldur einnig Elkem Ísland á Grundartanga en eins og ég hef fjallað um þá náði Landsvirkjun að knýja fram stórhækkun á raforkuverði til fyrirtækisins í fyrra, en sú hækkun nemur um eða yfir 1,3 milljörðum ári. Forstjóri Elkem hefur tilkynnt róttækan niðurskurð m.a. með fækkun starfsmanna og einnig sagt að framtíð fyrirtækisins ráðist á næstu 12 til 14 mánuðum.“

Meira en samanlögð auðlindagjöld

Vilhjálmur segir um gríðarlegar upphæðir að ræða:

„Rétt er líka að rifja upp og upplýsa að í skjóli einokunar Landsvirkjunar náði LV að knýja fram gríðarlega hækkun á raforkuverði til Norðuráls sem tók gildi í 1. nóvember 2019 og nemur sú hækkun 4 milljörðum á ári. Samtals er verið að hækka raforkuverð hjá fyrirtækjum þar sem mínir félagsmenn starfa hjá á Grundartanga um 5,3 milljarða sem er meira en öll auðlindagjöld í sjávarútvegi.“

Upplýsir um orkverðið

Sem kunnugt er þá er orkuverð Landsvirkjunar ekki opinbert. Þó sagði Hörður Árnason við RÚV í dag að hann væri meira en tilbúinn til að upplýsa um það, líkt og Rannveig Rist, forstjóri ISAL, hefur óskað eftir:

„Já. Við myndum fagna því. Við höfum lengi talað fyrir því að raforkuverðið yrði gert opinbert. En ég held bara að fyrirtækin þyrftu að ná saman um það,“

sagði Hörður og má því vænta þess að það verði upplýst á næstu dögum.

Vilhjálmur tekur hinsvegar af skarið og hefur sjálfur reiknað út verðið:

„En fyrir þá sem kynna sér málið er hægt að sjá hvað verið er að greiða fyrir orkuna og það liggur fyrir að álverið í Straumsvík er að greiða milli 38 til 40 dollara fyrir MW. Þetta þýðir að ef álverið er að nota um 350 MW þá er fyrirtækið að greiða Landsvirkjun um 15 milljarða á ári í raforku.

Nú liggur fyrir að Rio Tinto á og rekur álver t.d. í Kanada, en þar er svokölluð álverstenging og er meðalverðið til álvera í Kanada um þessar mundir 26 dollarar á MW sem þýðir að álverið á Íslandi er að greiða um 5 milljörðum meira en álver í Kanada fyrir sama raforkumagn.

Á þessu sést að öll samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja í þessum iðnaði er kolbrostin og við erum að slátra þessum iðnaði sem mun leiða til atvinnumissis þúsunda fjölskyldna og útflutningstekjum fyrir hátt í 300 milljarða. En af þessum 300 milljörðum eða um 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar og rétt er að geta þess að það verða eftir um 160 milljarðar í íslensku hagkerfi.

Það er líka rétt að geta þess að raforkusamningur sem einokunarfyrirtækið Landsvirkjun náði að knýja í gegn gagnvart Norðuráli er í kringum 37 til 41 dollari á MW. Þannig að Landsvirkjun er að góðri leið með að slátra öllum þessum fyrirtækjum með skelfilegum afleiðingum fyrir íslenskt þjóðarbú!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“