fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Eyjan

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja kvarta undan brotalömum við hópuppsagnir

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. febrúar 2020 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna brotalama á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða, samkvæmt tilkynningu.

„SSF telur að framkvæmd hópuppsagna á Íslandi sé verulega ábótavant og kom bersýnileg í ljós þegar á reyndi við framkvæmd hópuppsagna á síðasta ári. Í lögum um hópuppsagnir er tilgreint að atvinnurekanda beri eins fljótt og auðið er að hafa samráð við trúnaðarmann til að kynna og ræða um áform um hópuppsögn, rökstyðja þau og gefa trúnaðarmanni kost á að koma sjónarmiðum sínum og tillögum á framfæri áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda,“

segir í tilkynningunni.

Samhliða kvörtuninni til eftirlitsstofnunarinnar sendi SSF bréf til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis þar sem vakin er athygli á mati SSF og kvörtuninni til EFTA en í bréfinu er tilgreint sérstaklega hvernig staðið var að hópuppsögn hjá Arion banka í fyrra þar sem 102 starfsmanni var sagt upp.

Leita þurfi leiða

Þar er einnig nefnt að með samráðinu skuli að minnsta kosti leita leiða til að forðast hópuppsagnir eða fækka starfsmönnum sem fyrir þeim verða og draga úr afleiðingunum með hjálp félagslegra aðgerða sem hafi það meðal annars að markmiði að auðvelda flutning í önnur störf eða endurhæfingu starfsmanna sem áformað er að segja upp.

„Ákvæði laganna um framkvæmd hópuppsagna byggir á evróputilskipun og sambærilegum lögum sem byggja á því að framkvæmd hópuppsagna sé framfylgt í samræmi við tilskipunina. SSF telur að ekki hafa verið staðið rétt að innleiðingu evróputilskipunarinnar hér á landi sem gerir það að verkum að samráð við stéttarfélög við framkvæmd hópuppsagna er ófullnægjandi. Að mati SSF þarf að gera bragarbót á lögunum svo að þau hafi eitthvert raunverulegt gildi og séu ekki orðin tóm með því að brot gegn þeim séu algjörlega viðurlagalaus. „

SSF hefur því sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA þar sem kvartað er undan ófullnægjandi innleiðingu tilskipunarinnar í íslenskan rétt. Í kvörtuninni er jafnframt bent á leiðir til úrbóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan