fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Leggja til hjálparpakka upp á 916 milljarða dollara vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 10:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lagt fram tillögu að hjálparpakka fyrir bandarískt efnahagslíf vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann er upp á 916 milljarða dollara. Vonast ráðuneytið og ríkisstjórn Donald Trump til að tillagan geti komið hreyfingu á málið en það hefur verið í pattstöðu á þinginu síðustu mánuði.

Í síðustu viku kynnti þverpólitískur hópur þingmanna hugmyndir um hjálparpakka upp á 908 milljarða dollara svo ráðuneytið gengur aðeins lengra í hugmyndum sínum.

Samkvæmt tillögunni eiga yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna að fá peninga til ráðstöfunar sem og sveitarstjórnarstigið. Einnig er kveðið á um peninga fyrir fyrirtæki, skóla og háskóla til að hjálpa þeim að standa við skuldbindingar sínar og starfa áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steven Mnuchin, fjármálaráðherra. Hann kynnti tillöguna fyrir Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni í gær. Hann hefur einnig kynnt hana fyrir Donald Trump, forseta, og Mitch McConnel, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni.

Flokkarnir hafa mánuðum saman reynt að ná saman um hjálparpakka og hefur ríkisstjórn Trump einnig komið að málum en lítið hefur miðað.

Fyrr á árinu samþykkti þingið hjálparpakka upp á 2,2 billjónir dollara. Hann átti að styrkja efnahagslífið en langt er síðan að pakkinn rann úr gildi.

Tillaga fjármálaráðuneytisins er eitt af síðustu tækifærum ríkisstjórnar Trump til að koma hjálparpakka í gegnum þingið áður en Joe Biden og stjórn hans taka við völdum 20. janúar næstkomandi.

Það þrýstir enn frekar á alla aðila að leysa málið að í lok desember renna út ákvæði fyrri hjálparpakkans um aðstoð við atvinnulausa. Hugveitan The Century Foundation telur að um 12 milljónir Bandaríkjamanna muni þá missa fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega

Guðrún Hafsteinsdóttir: Gangi Noregur í ESB þurfum við Íslendingar að íhuga okkar stöðu alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann

Guðrún Hafsteinsdóttir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur glatað trausti og fjarlægst grunngildi sín – fólk vill ekki kjósa hann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu

Guðrún Hafsteinsdóttir: Nú hefur flokkurinn sem kennir sig við atvinnulífið tækifæri til að kjósa sér formann úr atvinnulífinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?