fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Sóley hefði viljað sjá Bjarna fá þessar spurningar í Kastljósi í gær

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 11:21

Skjáskot úr Kasljós-þætti gærdagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur stór hluti þjóðarinnar horft á Kastljósþátt gærkvöldsins, en þar sat Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fyrir svörum og var spurður út í atvikið í Ásmundarsal. Í viðtalinu fullyrti Bjarni meðal annars að hann liti ekki svo á að um samkvæmi hefði verið að ræða og hélt því fram að það hefði verið auðveldara fyrir hann að segja af sér, heldur enn að halda ótrauður áfram.

Bjarni í Kastljósinu: „Mér var aldrei boðið í neitt samkvæmi“

Þónokkrar umræður mynduðust um viðtalið á samfélagsmiðlum, þar á meðal Twitter. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna var þar á meðal, en hún hefur, líkt og margir, verið dugleg að gagnrýna Bjarna og Þorláksmessumál hans.

Í gær lagði Sóley til nokkrar spurningar sem hún hefði viljað sjá Bjarna svara í þættinum. Fyrsta spurning Sóleyjar varðaði vínveitingar í Ásmundarsal, hvort vín hefði verið á boðstolnum alla daga þessarar viku, eða bara þennan eina dag.

Þá spurði Sóley hvort Bjarni væri raunverulega á þeirri skoðun að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen, hefðu ekki talað gegn sóttvarnaraðgerðum, og hvort hann væri stoltur af þeirra framgöngu.

Þriðja spurningin varðaði hvort að brot á sóttvarnarlögum hefði átt sér stað í salnum. Sóley spurði hvort lögregla hefði yfir höfuð stöðvað samkomuna hefðu engar sóttvarnarreglur verið brotnar, og hefði svo verið, þyrfti þá ekki að rannsaka það.

Sóley benti svo á að þeir sem krefðust afsagnar Bjarna væru ekki að gera það vegna þess að starf hans væri erfitt, heldur vegna þess að þeim fyndist hann haf brugðist almenningi. Í því samhengi spurði hún hvort hann ætti sitja áfram í embætti ef traustið væri farið.

Í einskonar aukaspurningu Sóleyjar spurði hún hvers vegna aðrar reglur hefðu verið í gildi þetta tiltekna kvöld í Ásmundarsal, og vitnaði í skjáskot þar sem stendur að allt að tíu manns megi vera á sýningunni í einu, en líkt og flestir muna var talað um að 40-50 einstaklingar hefðu verið í salnum á Þorláksmessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu