fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Nýjar vendingar í máli Bjarna – Neita því að reglur hafi verið brotnar á Þorláksmessu – „Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. desember 2020 11:04

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ítrekaðra fjölmiðla umfjallana um listsýningu sem þar var haldin á Þorláksmessu þar sem fólksfjöldi fór umfram það sem sóttvarnarreglur heimila. Helst hefur verið fjallað um hlut Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra í þessu meinta broti þar sem hann var á svæðinu ásamt eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur. En málið er inn á borði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðið sem fer með rannsókn þess.

Eigendur segja að ekki hafi verið um brot á reglum um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýninga, en áður hafa eigendur gefið út afsökunarbeiðni þar sem greint var frá því að umsjónaraðilar hafi misst tök á fólksfjölda. Nú virðist þó afstaða eigenda vera sú að fólksfjöldi hafi ekki farið umfram það sem sóttvarnarreglur heimila.

„Í ljósi ítrekaðrar umfjöllunar vilja eigendur Ásmundarsalar taka fram að ekki voru brotnar reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sýningin „Gleðileg jól“ var öllum opin þetta kvöld og ekki um einkasamkvæmi að ræða.“

Hins vegar gangast eigendur við því að grímunotkun hafi verið ábótavant svæðinu og mistök gerð í að tryggja sóttvarnir. Á þeim mistökum gangist eigendur að fullu við ábyrgð.  

„Grímunotkun var hins vegar ábótavant og því ljóst að mistök voru gerð í að tryggja sóttvarnir. Á þeim mistökum að fylgja ekki eftir grímuskyldu axla eigendur Ásmundarsalar fulla ábyrgð og munu tryggja að þau endurtaki sig ekki.“

Samkvæmt núgildandi reglum megi vera allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum.

„Samkvæmt núverandi sóttvarnarreglum gilda eftirfarandi fjöldatakmarkanir um Ásmundarsal, í samræmi við starfsemi og stærð húsnæðisins.  Á neðri hæð Ásmundarsalar er kaffihús með vínveitingaleyfi þar sem 15 manns mega koma saman og viðbótarrýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðalsýningarrými verka þar sem allt að 35 manns mega koma saman. Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum. Á Þorláksmessukvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í húsinu. Eigendur telja ótvírætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmiði. „

Heildarfjöldi gesta hafi aldrei farið umfram 50 og hafi því verið innan marka allan tímann. 

„Á Þorláksmessu hafði aðsókn verið jöfn og róleg allan daginn. Veitingasölu á kaffihúsinu var hætt á hefðbundnum tíma kl. 17:00, en rými kaffihússins er hluti af sölu- og sýningarrýminu og var það því áfram opið sýningargestum. Alls komu um 45 manns inn í húsið síðasta klukkutímann fyrir lokun kl. 23:00 og stoppuðu sumir stutt við, eins og tíðkast á Þorláksmessu. Heildarfjöldinn fór aldrei yfir 50 og var því innan þeirra marka sem reglur mæla fyrir um. Kemur það heim og saman við talningu lögreglu. Þegar lögreglu bar að garði var starfsfólk að loka sýningunni og undirbúa að tæma húsið.“

 Eins er því alfarið neitað að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða. 

„Það er rangt sem hermt hefur verið að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða. Sýningin „Gleðileg jól“ með þátttöku fjölda listamanna var opin gestum og gangandi og hafði verið frá byrjun desember.

Grímunotkun var hins vegar ábótavant þegar leið að lokun umrætt Þorláksmessukvöld, of margir voru saman komnir til að tryggja fjarlægðarmörk og því ljóst að mistök voru gerð í að fylgja eftir sóttvörnum. Eigendur Ásmundarsalar harma það og þykir miður að hafa slakað á öryggiskröfum, en gestir salarins eiga að geta treyst því að fyllsta öryggis sé ávallt gætt. 

Eigendur Ásmundarsalar harma að þessi mistök hafi átt sér stað og biðjast innilega afsökunar á því. Tryggt verður til framtíðar að gestir hússins geti treyst því að sóttvarnarreglum verði fylgt í einu og öllu.“

DV leitaði eftir viðbrögðum lögreglu við yfirlýsingunni. Lögreglan gat ekki sagt af eða á um hvort reglur hafi verið brotnar en málið er í rannsókn.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Yfirlýsing frá eigendum Ásmundarsalar

Í ljósi ítrekaðrar umfjöllunar vilja eigendur Ásmundarsalar taka fram að ekki voru brotnar reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sýningin „Gleðileg jól“ var öllum opin þetta kvöld og ekki um einkasamkvæmi að ræða.

Grímunotkun var hins vegar ábótavant og því ljóst að mistök voru gerð í að tryggja sóttvarnir. Á þeim mistökum að fylgja ekki eftir grímuskyldu axla eigendur Ásmundarsalar fulla ábyrgð og munu tryggja að þau endurtaki sig ekki.

Ásmundarsalur er sjálfstætt starfandi listhús og er í senn verslun, sýningarrými og veitingastaður.  Í húsinu hefur jafnan verið lögð áhersla á lifandi list eftir samtímalistafólk. Listamenn starfa að jafnaði í Gryfjunni og í sölunum tveimur eru margvíslegar sýningar, tónleikar og aðrar uppákomur. Húsið er opið öllum nánast alla daga ársins og aðgangur er ókeypis, líkt og gilti á Þorláksmessukvöld. 

Sýningarsalurinn er verslunarrými og fellur undir þær sóttvarnarreglur sem um slík rými gilda, en jólamarkaður með listaverk hefur verið starfræktur húsinu í desember undanfarin þrjú ár. 

Samkvæmt núverandi sóttvarnarreglum gilda eftirfarandi fjöldatakmarkanir um Ásmundarsal, í samræmi við starfsemi og stærð húsnæðisins.  Á neðri hæð Ásmundarsalar er kaffihús með vínveitingaleyfi þar sem 15 manns mega koma saman og viðbótarrýmið Gryfjan sem allt að 10 manns mega vera í. Á efri hæð er aðalsýningarrými verka þar sem allt að 35 manns mega koma saman. Heildarfjöldi í byggingunni getur því verið allt að 60 manns að uppfylltum sóttvarnarreglum. Á Þorláksmessukvöld var Gryfjan lokuð og var því leyfi fyrir 50 manns í húsinu. Eigendur telja ótvírætt að fjöldi gesta hafi ávallt verið undir því viðmiði. 

Þegar sölusýningin „Gleðileg jól“ hófst í byrjun desember voru strangar sóttvarnarreglur í gildi. Því var brugðið á það ráð að biðja gesti að skrá sig fyrirfram og mátti hver gestur vera í 30 mínútur í senn og að hámarki 10 manns í aðalsýningarrýminu. Almennar sóttvarnarreglur voru rýmkaðar frá og með 10. desember en beðið var með að rýmka reglur Ásmundarsalar til 15. desember.

Eins og aðrar verslanir umrætt Þorláksmessukvöld mátti Ásmundarsalur hafa opið til kl. 23:00. Auglýstur opnunartími var hins vegar til 22:00 en hugsunin með því var sú að viðskiptavinir hefðu nægt svigrúm til að ljúka við listaverkakaup sín og jafnframt að hægt yrði að tæma húsið ekki seinna en kl. 23:00. 

Á Þorláksmessu hafði aðsókn verið jöfn og róleg allan daginn. Veitingasölu á kaffihúsinu var hætt á hefðbundnum tíma kl. 17:00, en rými kaffihússins er hluti af sölu- og sýningarrýminu og var það því áfram opið sýningargestum. Alls komu um 45 manns inn í húsið síðasta klukkutímann fyrir lokun kl. 23:00 og stoppuðu sumir stutt við, eins og tíðkast á Þorláksmessu. Heildarfjöldinn fór aldrei yfir 50 og var því innan þeirra marka sem reglur mæla fyrir um. Kemur það heim og saman við talningu lögreglu. Þegar lögreglu bar að garði var starfsfólk að loka sýningunni og undirbúa að tæma húsið. 

Það er rangt sem hermt hefur verið að um einkasamkvæmi hafi verið að ræða. Sýningin „Gleðileg jól“ með þátttöku fjölda listamanna var opin gestum og gangandi og hafði verið frá byrjun desember. 

Grímunotkun var hinsvegar ábótavant þegar leið að lokun umrætt Þorláksmessukvöld, of margir voru saman komnir til að tryggja fjarlægðarmörk og því ljóst að mistök voru gerð í að fylgja eftir sóttvörnum. Eigendur Ásmundarsalar harma það og þykir miður að hafa slakað á öryggiskröfum, en gestir salarins eiga að geta treyst því að fyllsta öryggis sé ávallt gætt.  

Eigendur Ásmundarsalar harma að þessi mistök hafi átt sér stað og biðjast innilega afsökunar á því. Tryggt verður til framtíðar að gestir hússins geti treyst því að sóttvarnarreglum verði fylgt í einu og öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi