fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Fyrrverandi ritstjóri Moggans segir að fólk muni ekki sætta sig við frekari uppákomur sem þessar – „Titringur í pólitíkinni“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 14:50

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnars­son, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skrifaði pistil sem birtist á heimasíðu sinni í dag, þar sem hann ræddi stöðu stjórnarflokkanna eftir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var gripinn í 40-50 manna samkvæmi sem lögregla stöðvaði.

Styrmir bendir á að ungliðahreyfingar í stjórnmálunum hafi tjáð sig um málið, en hann veltir fyrir sér hvort að það muni hafa afleiðingar.

„Það er titringur í pólitíkinni eftir heimsókn fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Athygli vekur hvað ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna láta mikið að sér kveða í sambandi við málið og ómögulegt að segja, hvort það á eftir að hafa frekari pólitískar afleiðingar.“

Þá spyr Styrmir sig hvort Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn muni snúa baki við Sjálfstæðisflokkinn, í ljósi þess að flokkarnir mælast með minna fylgi en áður og gæti það mögulega hjálpað með fylgissöfnun.

Að lokum segir hann málin muni skýrast þegar  þingflokkarnir muni funda eftir jól, en hann segir það víst að fólkið í landinu sætti sig ekki við mál eins og það sem uppi er núna.

„Þegar hér er komið sögu og níu mánuðir í kosningar má búast við að hver fari að hugsa um sig. Bæði VG og Framsóknarflokkur hafa átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og gætu hugsað sem svo, að nú sé tækifæri til að rétta sig af.“

„Væntanlega skýrast málin frekar, þegar þingflokkar stjórnarflokkanna hafa haft tækifæri til að hittast eftir jólin og þingmenn bera saman bækur sínar um viðbrögð kjósenda.

En eitt er víst: Fólkið í landinu mun ekki hafa umburðarlyndi fyrir frekari uppákomum af þessu tagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör