Meðal þeirra flokka sem standa að bandalaginu eru frjálslyndir, græningjar, jafnaðarmenn og margir fyrrum hægri flokkar.
Flokkarnir vilja „færa Ungverjaland aftur til þess frelsis og velmegunar sem var lofað þegar landið sneri baki við kommúnisma fyrir þremur áratugum,“ segir í yfirlýsingu þeirra allra. Þetta er í fyrsta sinn síðan Orbán komst til valda 2010 að allir stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast gegn honum og Fidez.
Flokkarnir ætla að halda sameiginleg prófkjör fyrir hvert og eitt kjördæmi og þeir ætla að bjóða fram sameiginlegan lista á landsvísu.
Skoðanakannanir hafa sýnt minnkandi stuðning við Orbán og Fidesz eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og ætlar stjórnarandstaðan að nýta það tækifæri sem hún sér í því.