fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Svandís er enn með öflun bóluefna á sinni könnu – Katrín segist hafa verið að kanna stöðuna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki hafa tekið við öflun bóluefna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún segist hafa átt samtöl við ýmsa háttsetta aðila í því skyni að tryggja aðgengi Íslendinga að bóluefni.

„Ég er bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið en blaðið skýrði frá því í gær að Katrín hefði tekið við öflun bóluefna af Svandísi. „Þetta verkefni er búið að vera á borði ríkisstjórnarinnar vikum og mánuðum saman og heilbrigðisráðherra hefur auðvitað haft forystu um þetta mál og fer með þetta mál. Mitt hlutverk í þessu er bara eins og allra annarra forsætisráðherra í heiminum,“ hefur blaðið eftir Katrínu sem sagðist hafa verið í sambandi við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um stöðuna á evrópskum bóluefnamarkaði. Hún ræddi einnig við yfirmann bóluefnasviðs Pfizer.

Hefur Morgunblaðið eftir Katrínu að hún hafi verið að verja hagsmuni Íslands en ekki síður að taka púlsinn og kanna stöðuna. „Ég er náttúrlega búin að vera í sambandi við til dæmis Ursulu von der Leyen nokkrum sinnum út af þessum málum og er auðvitað bara að sinna mínu hlutverki í því að taka þátt í að verja hagsmuni Íslands,“ er haft eftir henni.

Hún sagði mikilvægt að minna á sig og glöggva sig á stöðunni sem sé breytileg frá degi til dags.

Í gær var undirritaður samningur við lyfjaframleiðandann Janssen um kaup á bóluefni fyrir 235.000 manns. Áður var búið að semja við Pfizer um bóluefni fyrir 85.000 manns og AstraZeneca fyrir 115.000 manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“