fbpx
Sunnudagur 27.október 2024
Eyjan

Miðflokkur vill þingfund milli jóla og nýárs – Segja stjórnvöld ráðalaus í bóluefnamálum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn krefst þess að þing verði kallað saman milli jóla og nýárs til þess að ræða þá „óvissu“ sem nú ríkir varðandi komu bóluefna við Covid-19 hingað til lands. Þetta kemur fram í tilkynningu flokksins til fjölmiðla rétt í þessu.

Í tilkynningunni segir flokkurinn það nauðsynlegt að þingið fái tækifæri til þess að ræða stöðuna við ríkisstjórnina. „Undanfarna daga hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á.“

Segir þá að ríkisstjórnin verði að veita áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hina raunverulegu stöðu á samningum um virk og nothæf bóluefni, hvernig bólusetning muni fara fram og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið ástand.

Þá segir jafnframt að ríkisstjórnin verði að gefa skýringar á því hvort öll úrræði, þ.m.t. aðkoma einkafyrirtækja, að útvegun bóluefnis hafi verið nýtt. „Hagur almennings og þá sérstaklega aldraðra og þeirra sem eru í áhættuhópum er í húfi, réttur fólks til upplýsinga er mikilvægur, og landsmenn verða að fá áreiðanlegar upplýsingar um hvenær hjarðónæmi verður náð.“

Öll spjót stóðu að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í vikunni eftir að fréttir voru sagðar af því að Ísland væri eftirbátur flestra ríkja sem landið ber sig saman við hvað varðar bóluefnasamninga. Þá vakti athygli í gær að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist hafa tekið málaflokkinn yfir. Í heimsókn sinni til Seyðisfjarðar var hún spurð út í málið og sagðist hún þá sem forsætisráðherra bera ábyrgð á því að fylgjast með öllum málaflokkum og að hún hafi aðeins verið að kanna stöðuna.

Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis, Ásta Valdimarsdóttir, skrifaði undir tvo stóra samninga fyrir hönd ráðuneytis síns í gær sem ráðherra hefði alla jafna skrifað undir. Annars vegar var um að ræða undirritun rúmlega 10 milljarða samnings vegna uppsteypu nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut og hins vegar samning vegna Janssen bóluefnisins.

Þá hefur Svandís einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki þegið boð um að nýta rými á vegum einkaaðila undir sjúkrarúm til að létta undir með Landspítalanum á erfiðum tímum heimsfaraldurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sindri Geir sóknarprestur leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi

Sindri Geir sóknarprestur leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi
Eyjan
Í gær

Logi leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Logi leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arna Lára leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Berglind veit ekki hvað kjördæmi er – Er á leið í framboð

Berglind veit ekki hvað kjördæmi er – Er á leið í framboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“

Elliði segir þessa frambjóðendur þá skemmtilegustu – „Kunna þá list að vera mannleg, létt og skemmtileg án þess að verða kjánaleg“