fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Fylgi Miðflokksins það lægsta síðan Klausturmálið kom upp

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar, sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið, hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna lækkað um 0,4 prósentustig en þrír stjórnarandstöðuflokkar bæta við sig fylgi. Fylgi Miðflokksins hefur ekki mælst minna síða Klausturmálið kom upp.

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 40,4% en var 40,8% í september. Framsóknarflokkurinn hefur tapað rúmlega hálfu prósentustigi en fylgi hans mælist nú 7,3%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 22,9% og hefur dalað lítillega. Fylgi Vinstri grænna hefur aukist lítillega og mælist nú 10,2%.

Fylgi Miðflokksins mælist nú 6,7% og hefur lækkað um 0,8 prósentustig frá síðustu könnun. Það hefur ekki verið lægra síðan í mars 2019 þegar siðanefnd Alþingis var að taka Klausturmálið fyrir.

Fylgi Flokks fólksins mælist 4,7% sem er svipað og síðast. Sósíallistar mælast með 3,3% sem er hálfu prósentustigi minna en síðast.

Fylgi Pírata mælist nú 17% sem er 3 prósentustigum meira en síðast. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 15,6% sem er 1,6 prósentustigi minna en síðast. Fylgi Viðreisnar mælist 10,2% sem er örlítið meira fylgi en í síðustu könnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni