fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Tíu milljarða samningur Eyktar við Nýjan Landspítala undirritaður í dag – Nýr Landspítali rís brátt upp úr holunni við Hringbraut

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningar voru í dag undirritaður milli Nýs Landsspítala ohf. og verktakafyrirtækisins Eykt um uppsteypu á nýjum meðferðakjarna Landspítalans við Hringbraut. Upp úr stóru holunni sem borgarbúar hafa margir keyrt fram hjá undanfarna mánuði fer því bráðum að rífa 6 hæða nýr Landspítali. Sjá má tölvuteiknaðar myndir af byggingunni neðst í fréttinni.

Í tilkynningu Nýs Landspítala ohf. segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH að starfsmenn Eyktar og NLSH hafa á undanförnum vikum undirbúið verkið og er undirskriftin í dag stór áfangi í þeirri vinnu. „Verktakinn mun koma vel mannaður á nýju ári á verksvæðið og um leið hafa verið gerðir fjölmargir samningar vegna tæknilegra þátta, verkeftirlits, vinnubúða, öryggis- og aðgangsmála en einnig við danska áætlunargerðafyrirtækið Exigo. Það verður spennandi fyrir verktaka- og verkaupamarkaðinn að sjá framþróun þess í stórum verkum.“

Meðferðakjarninn verður um 70 þúsund fermetrar að stærð og er stærsta einstaka hús uppbyggingarinnar á svæðinu. Önnur hús eru rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og svo sjúkrahótelið sem þegar hefur verið opnað.

Framkvæmdastjóri Eyktar, Páll Daníel Sigurðsson, sagðist ánægður með fá að taka þátt í uppbyggingu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. „Þetta er stórt og vandasamt verkefni sem Eykt er vel í stakk búið til að sinna. Við höfum langa reynslu af flóknum verkefnum sem unnin eru hér mitt í borginni, og Eykt mun leggja sitt að mörkum svo verkefnið gangi vel.“

Verkefni Eyktar á næstu misserum verða því að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar ásamt því að koma upp vinnuaðstöðu á framkvæmdasvæðinu. Burðarvirki hússins eru veggir, súlur, eftirspenntar plötur auk botnplötu og undirstaðna, að því er kemur fram í tilkynningunni. Þá mun Eykt sjá um að steypa upp eftir 6 hæðir ofan á kjallarana, steypa tengiganga, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Áætlað að mótafletur séu um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið.

Við hlið meðferðarkjarnans verður svo reistur tveggja hæða bílakjallari sem verður um 7.000 m².

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi