fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Forsætisráðherra hefur tekið bóluefnamálin til sín og leitar að bóluefni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 06:55

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur tekið mál er varða öflun og dreifingu bóluefnis gegn kórónuveirunni til sín og eyddi gærdeginum í fundahöld og símtöl í þeirri von að geta tryggt þjóðinni nægt bóluefni og það tímanlega. Gagnrýni á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fer vaxandi vegna málsins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að forsætisráðuneytið hafi varist allra frétta af málinu en blaðið segist hafa heimildir fyrir að Katrín hafi meðal annars átt fjarfund með Angelu Hwang, framkvæmdastjóra hjá Pfizer, í gær vegna málsins. Segir blaðið einnig að frekari fundahöld séu fyrirhuguð, þar á meðal með stjórnendum Moderna.

Katrín ræddi við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB í gær, um málið. Forsetinn fullvissaði Katrínu um að fyrstu bóluefnisskammtarnir muni berast hingað í tæka tíð í samræmi við samninga.

Lyfjastofnun Evrópu veitti í gær leyfi til notkunar bóluefnisins frá Pfizer og í gærkvöldi tilkynnti Lyfjastofnun Íslands að hún hefði veitt bóluefninu skilyrt markaðsleyfi.

Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um fyrirhugaðar bólusetningar hér á landi og hafa heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir ekki verið á einu máli varðandi þær. Bloomberg fréttastofan skýrði síðan frá því um helgina að Íslendingar hefðu tryggt sé miklu færri skammta af bóluefni en aðrar Evrópuþjóðir miðað við höfðatölu. Heilbrigðisráðuneytið vísaði þessu á bug og sagði að Íslandi hafi verið tryggt mikið magn af bóluefni frá AstraZeneca og Pfizer. Ekkert kom þó fram um hvenær þetta bóluefni komi til landsins.

Morgunblaðið bendir á að í samtali Katrínar við von der Leyen hafi sú síðarnefnda aðeins rætt um fyrstu skammta bóluefnisins en ekki framhaldið og því er ekkert fast í hendi hvað varðar tímalínuna í framhaldinu. Blaðið segir að eftir því sem næst verði komist sé ekkert fast í hendi nema að hingað eigi að berast 2.950 skammtar á viku næstu 13 vikur.

Blaðið segir að farið sé að hitna undir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins en aukinnar gagnrýni hefur gætt í hennar garð síðustu daga, aðallega vegna misvísandi upplýsinga um bólusetningu. Morgunblaðið ræddi við þingmenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem sögðust telja að frumkvæði forsætisráðherra í málinu sé merki um að efasemda gæti víða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur

Óttar Guðmundsson skrifar: Happdrættisvinningur