fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Eyjan

Líflegur fasteignamarkaður á árinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. desember 2020 07:58

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignamarkaðurinn hefur verið mjög líflegur á árinu þrátt fyrir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi sett mark sitt á efnahagslífið og aðra þætti samfélagsins. Vextir eru í sögulegu lágmarki, lánamöguleikar eru góðir og kaupmáttur sterkur. Allt spilar þetta saman og þá skiptir einnig máli að framboð af fasteignum hefur verið mikið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í september hafi rúmlega 1.000 fasteignir skipt um eigendur á höfuðborgarsvæðinu. Sölurnar voru aðeins færri í október og nóvember. Eftirspurnin var mikil og því hækkaði verðið og seljendamarkaður myndaðist.

Frá 2016 til 2019 voru að jafnaði gerðir um 12.000 kaupsamningar vegna fasteignaviðskipta. Reiknað er með að þeir verði 20% fleiri á þessu ári og verði um 14.000 að sögn Kjartans Hallgeirssonar, löggilts fasteignasala hjá Eignamiðlum og formanns Félags fasteignasala.

„Vegna mikillar sölu að undanförnu eru færri íbúðir á skrá nú en oft áður og fyrir vikið hefur ástandið aðeins róast. Hringekjan á markaðnum sem fasteignaviðskipti byggjast á fer hægar nú en var fram eftir árinu. Síðustu misseri hafa nýjar fjölbýliseignir ætlaðar fólki sextugu og eldra í talsverðum mæli komið í sölu og verið keyptar. Fyrir vikið hefur fjöldi sérbýlis- og ráðhúsa losnað,“ hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann sagði einnig að hagstæð lánskjör hafi orðið til að ungt fjölskyldufólk hafi tekið stökkið og keypt slíkar eignir og farið úr litlu íbúðunum. Þær kaupa síðan þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð en bankarnir hafa verið að bjóða þeim allt að 90% lán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar