fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Gera ráð fyrir 11 milljarða halla á rekstri borgarinnar á næsta ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 09:00

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mælti fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár í gær. Fram kom að borgin hyggist ráðast í fjárfestingar upp á 175 milljarða á næstu þremur árum, meðal annars í íbúðauppbyggingar og byggingu íþróttamannvirkja. Gert er ráð fyrir að hallarekstur A-hluta borgarsjóðs verði 11,3 milljarðar á næsta ári.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Dagur hafi sagt að stórauknar fjárfestingar borgarinnar skeri sig úr í samanburði við áform nágrannasveitarfélaganna. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi skuldasöfnun borgarinnar í góðærinu og sagði að hún gerði verkefni mun erfiðara en annars.

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 11,3 milljarða halla á rekstri A-hluta borgarinnar. Rekstrartekjurnar verða 134 milljarðar, sem er 8 milljörðum hærra en í spá sem var gerð á þessu ári, og útgjöldin hækka um 10 milljarða og verða rúmlega 137 milljarðar. Reiknað er með að rekstrarniðurstaða samstæðu borgarinnar verði neikvæð um 2,7 milljarða.

Reiknað er með að ný langtímalán upp á 51,8 milljarða verði tekin á næsta ári og að langtímaskuldir samstæðunnar verði 304 milljarðar og hækki um 35 milljarða á milli ára.

Fram kemur í áætluninni að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi mikil áhrif á hana en Dagur B. Eggertsson sagði að mikilvægt sé að borgin pakki ekki í vörn núna heldur blási til sóknar og fari í umfangsmiklar fjárfestingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“