fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Eyjan

Uppgreiðslugjald dæmt ólöglegt – ÍL-sjóður þarf að endurgreiða 2,7 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 07:50

Þjóðskrá Íslands er til húsa í Borgartúni 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu hjóna um að ÍL-sjóður, sem hét áður Íbúðalánasjóður, endurgreiði þeim 2,7 milljónir vegna ólöglegs uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn innheimti hjá þeim þegar þau greiddu upp íbúðalán sitt í desember á síðasta ári. Ofan á upphæðina bætast dráttarvextir og málskostnaður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Dómurinn er sambærilegur dómi sem var kveðinn upp í svipuðu máli í byrjun mánaðarins og vakti mikla athygli.

Dómur gærdagsins gengur enn lengra en hinn því auk þess að komast að þeirri niðurstöðu að ÍL-sjóður hafi gerst brotlegur við húsnæðislög komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn hafi einnig gerst brotlegur við neytendalög, þar á meðal með lélegri upplýsingagjöf. „Þessi dómur í raun og veru kemur með þau viðbótarsjónarmið að það hafi verið brotið gegn lögum um neytendamál með því að lánaskilmálar tiltóku ekki hvernig uppgreiðslugjald skyldi reiknað út,” hefur Fréttablaðið eftir Jónasi Fr. Jónssyni, hæstaréttarlögmanni, sem sótti málið fyrir hönd hjónanna.

Í dómi sínum fer héraðsdómur hörðum orðum um starfsemi ÍL-sjóðs vegna þess að um opinberan aðila sé að ræða og það verði að gera ríkar kröfur til hans. nokkur losarabragur hafi verið á frágangi lánsskjala og tilviljun virðist hafa ráðið því hvað stóð í stöðluðum skuldabréfaskilmálum skjalanna. Einnig hafi sjóðurinn ekki tryggt sér neina sönnun þess að viðskiptavinir hafi fengið kynningarefni eða útreikning uppgreiðslugjalds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist