Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Bjarna að lífeyrissjóðirnir séu einn af hornsteinum íslenska fjármálamarkaðarins og hafi nánast einokun á skyldusparnaði launþega. „Sterk staða ríkissjóðs, jákvæður vaxtamunur og hagsmunir umbjóðenda lífeyrissjóðanna gera skuldir ríkissjóðs að álitlegum kosti fyrir þá,“ sagði hann einnig.
Á síðustu mánuðum hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisskuldabréfa hækkað töluvert, meðal annars vegna minni eftirspurn lífeyrissjóða eftir ríkisbréfum og óvissu um hvernig ríkissjóður hyggst fjármagna fjárlagahalla næstu ára. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að skuldir hins opinbera geti verið komnar upp í 65% af vergri landsframleiðslu fyrir árslok 2025 en í árslok 2019 voru þær 28% af vergri landsframleiðslu.
Markaðurinn hefur Bjarna að skuldahlutfallið verði „vel viðráðanlegt og bæði lægra en eftir efnahagshrun og lægra en hjá fjölmörgum OECDríkjum“.