fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Þúsundir skora á ríkisstjórnina að niðurgreiða sálfræðiþjónustu að fullu

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 15. desember 2020 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega fjögur þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að fullfjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, stendur að undirskriftarsöfnuninni.

Hægt er að skrifa undir með því að smella hér og skora þar með á ríkisstjórnina að tryggja að sálfræðiþjónusta verði aðgengileg öllum.

„Ríkisstjórnin hyggst  aðeins fjármagna um 5% af áætlaðri þörf að aðgengi. Á viðsjárverðum tímum verður þjónustunni haldið frá stórum hóp þjóðarinnar vegna kostnaðar. Það er óásættanlegt,“ segir í tilkynningu frá Uppreisn.

Lög um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu voru síðastliðið vor samþykkt einróma á Alþingi. Samkvæmt lögunum á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Í frumvarpi til fjárlaga 2021 er hins vegar ekki gert ráð fyrir nema 5% af nauðsynlegu fjármagni í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu, sem þýðir að þjónustan verður áfram kostnaðarsöm og óaðgengileg.

Geðheilbrigði fer versnandi

Því hefur Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, sett af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á ríkisstjórnina að leggja til það fjármagn sem nauðsynlegt er til að hægt sé að standa við niðurgreiðsluna.

„Það er gríðarlega mikilvægt að allir hafi greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu og annarri klínískri samtalsmeðferð, óháð tekjum eða annarri þjóðfélagsstöðu. Ungt fólk hefur hvað síst efni á að leggja út fyrir sálfræðimeðferð og núverandi ástand bitnar jafnt á þeim og öðrum. Núna í miðjum heimsfaraldri, þegar fólki líður illa og geðheilbrigði fer versnandi, er sérstaklega brýnt að tryggja fulla niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Það er pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar að þessi þjónusta skuli áfram vera dýr og óaðgengileg þrátt fyrir að þörfin hafi aldrei verið meiri. Ég skora því á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna,” segir Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir