fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Hækka barnabætur og skerðingarmörk

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt breytingartillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þá verða neðri skerðingarmörk barnabóta hækkuð um 8%. Mörkin eru 3,9 milljónir hjá einstæðum foreldrum en 7,8 milljónir hjá sambúðarfólki. Fari tekjurnar yfir þessi mörk skerðast bæturnar hlutfallslega, mismikið eftir fjölda barna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef breytingin verður samþykkt verði mörkin 4,21 milljón hjá einstaklingum og 8,42 milljónir hjá sambúðarfólki.

Ef þessi breyting verður að veruleika mun það skila sambúðarfólki með tvö börn allt að 18.600 krónum meira í barnabætur en einstætt foreldri með tvö börn mun fá allt að 9.300 krónum meira. Eftir því sem börnunum fjölgar er hækkunin meiri.

Ekki er lagt til að breytingar verði gerðar á efra skerðingarhlutfallinu sem er 5,5 milljónir hjá einstæðingum og 11 milljónir hjá sambúðarfólki. Ef tekjur fara yfir þessi mörk er skerðingin mjög skörp. Þessi mörk fylgja ekki launaþróun og því fær vísitölufjölskyldan, hjón með meðallaun og tvö börn, engar barnabætur.

Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins vegna barnabóta verði 14,2 milljarðar á næsta ári. 865 milljónir af þeirri upphæð eru vegna fyrrnefndra breytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi