fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Dýralæknarnir sem stýra samgöngumálum Íslands

Heimir Hannesson
Mánudaginn 14. desember 2020 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli fyrr í haust þegar Árni M. Mathiesen, fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður stjórnarformaður Betri samgangna. Betri samgöngur er hlutafélag sem sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu auk ríkisins stofnuðu utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Að því er fram kom í Fréttablaðinu er heildar­fjár­festing verk­efnisins um 120 milljarðar en meðal stofn­vega­verk­efna sem Betri sam­göngur munu koma að er upp­byggingu Borgar­línu, setja hluta Hafnar­fjarðar­vegar í stokk, setja hluta Miklu­brautar í stokk, tengja Arnar­nes­veg við Breið­holts­braut og breytingu gatna­móta við Bú­staða­veg og Reykja­nes­braut.

Eins og þekkt er er Árni lærður dýralæknir, en hann er ekki eini dýralæknirinn sem hefur nú hönd í stjórn samgöngumála landsins. Þvert á móti, því bæði Vegamálastjóri og sjálfur Samgönguráðherra eru einnig dýralæknar.

Segja má að þessir þrír einstaklingar séu þeir þrír einstaklingar sem hvað mest koma að ákvarðanatöku í samgöngumálum landsins næstu árin og hafa til þess úr hundruðum milljarða króna að spila í uppbyggingu- og viðhald samgöngumannvirkja.

Vegagerðin annast vegakerfi landsins auk hafnarmannvirkja.

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins, þingmaður Suðurkjördæmis, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dýralæknir. Sigurður lauk embættisprófi í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Sigurður hefur einnig almennt dýralæknaleyfi í Danmörku og á Íslandi.

Árni M. Mathiesen er sem fyrr segir fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Árni lauk embættisprófi í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg í Skotlandi og prófi í fisksjúkdómafræðum frá Stirling-háskóla í Skotlandi.

Bergþóra Þorkelsdóttir er vegamálastjóri. Hún var áður forstjóri ÍSAM ehf. og framkvæmdastjóri Líflands og Kornax. Bergþóra lauk embættisprófi sínu í dýralækningum árið 1991 í Kaupmannahöfn og bjó hún og maðurinn hennar á sama tíma og Sigurður Ingi í borginni. Varð vinátta þeirra tilefni til þess að Sigurður sagði sig frá ráðningarferlinu og tók Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra við keflinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum