fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Breskir stórmarkaðir hamstra vörur af ótta við hart Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 20:30

Brexit kemur illa niður á breskum háskólum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir stórmarkaðir hamstra nú vörur frá meginlandi Evrópu og er stanslaus straumur drekkhlaðinn flutningabíla með ferjum yfir Ermarsund þessa dagana. Í hina áttina er siglt með tóma flutningabíla. Ástæðan fyrir þessum miklu innkaupum er að meiri líkur eru taldar á að samningar náist ekki á milli ESB og Bretlands um fríverslunar- og tollamál en að þeir náist. Ef samningar nást ekki verður um svokallað hart Brexit að ræða. Samkvæmt viðbragðsáætlunum breskra yfirvalda er reiknað með að ef samningar nást ekki fyrir lok aðlögunartímabilsins, sem endar nú um áramótin, mun fólk hamstra ýmsar vörur.

Stórmarkaðir hafa fengið þær upplýsingar úr stjórnkerfinu að meiri líkur séu á að Bretar kveðji ESB án þess að samningar náist en að þeir náist. The Sunday Times skýrir frá þessu. matvælaframleiðendur hafa varað við að í kjölfar samningslausrar útgöngu muni verða skortur á grænmeti í þrjá mánuði. Auk þess er reiknað með að örvænting grípi um sig og að fólk hamstri ýmsar vörur.

Á laugardaginn var röð flutningabíla á A20 hraðbrautinni við Dover í Kent 5 kílómetra löng. Í Calais, í Frakklandi, var röðin 15 kílómetrar. Segja flutningafyrirtækin að ástæðan sé mikil innkaup breskra stórverslana.

The Sunday Times segir að breskir ráðherrar hafi beðið innflytjendur lyfja, lækningatækja og bóluefna um að auka við birgðir sínar þannig að þær dugi í sex vikur og að sjá til þess að birgðirnar séu geymdar á öruggum stöðum í landinu. Blaðið segir einnig að ríkisstjórnin sé að undirbúa hjálparpakka upp á marga milljarða punda fyrir þá geira sem verða verst úti ef samningar nást ekki við ESB. Meðal þeirra eru sauðfjárbændur, sjómenn og bílaframleiðendur en þeir mega illa við að tollar leggist á vörur þeirra frá 1. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“