fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Páll og Ágústa tókust á um hálendisþjóðgarð – „Þetta er einræðisríki“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 13. desember 2020 13:30

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður og Ágústa Ágústsdóttir, bóndi og ferðaþjónustuaðili

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögumaður og Ágústa Ágústsdóttir, bóndi og ferðaþjónustuaðili fjölluðu um hugmyndina um Hálendisþjóðgarð í Silfrinu á RÚV í dag. Umræðan um þjóðgarðinn hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum í liðinni viku, en mikið hefur verið fjallað um hana. Páll er fylgjandi hugmyndinni, en Ágústa er á móti henni.

Páll sagði að grunnhugmyndin um þjóðgarðinn snerist um náttúruvernd. Við hefðum margar skyldur gagnvart náttúrunni, og eins og staðan væri núna þá réði ákveðið stjórnleysi.

Ágústa sagði að ekki væri búið að benda á neinar góðarástæður fyrir því að stofna þjóðgarð. Þá sagði hún hugmyndina vera ólýðræðislega. Hún segir að með þjóðgarði væri stofnanavæðing að eiga sér stað og að hennar mati væri þjóðgarður í raun „einræðisríki“.

„Þetta er einræðisríki, þetta er ríki innan ríkis.“

Páli fannst ósanngjarnt hvernig Ágústa málaði þjóðgarðshugmyndina sem ólýðræðislega. Hann minntist á að þrjár skoðanakannanir hefðu verið gerðar á málinu, og alltaf hefði niðurstaðan bent til þess að landsmenn væru hlynntir hugmyndinni. Þá benti hann á að í stjórn þjóðgarðs yrði skipuð og þar myndu sveitarstjórnir hafa sína fulltrúa og einnig bændasamtök.

„Ég hnaut um þessa sérkennilegu mynd sem er dregin upp að þjóðgarðinum, eins og einhverri einræðisstofnun.“

Samkvæmt Ágústu eru þeir sem ferðast um hálendið jafnan á þeirri skoðun að ekki ætti að búa til þjóðgarð. Hún sagði þá að umræðan væri orðin ansi hávær, sérstaklega frá fólki sem héldi að þetta myndi hafa slæm áhrif á ferðaþjónustu.

Að lokum sagði Páll að svo virtist vera að þeir sem væru hvað duglegastir að mótmæla hugmyndinni ættu gjarnan einhverra hagsmuna að gæta. Að hans mati hefur það verið hugmynd Íslendinga og mannkynsins allt of lengi að náttúran sé eitthvað sem sé hægt að ganga í til að hagnast, í stað þess að einbeita sér að því að vernda hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?

Hver er „ísmærin“ sem verður starfsmannastjóri Hvíta hússins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum