fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur gefur í skyn að „áróður“ í barnaefni sé að hafa áhrif á börn

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 12. desember 2020 08:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun fjallar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um transbörn og intersex börn. Sigmundur virðist vera á þeirri skoðun að fólk sem ekki er sjálfráða ætti ekki að geta farið í kynleiðréttingu. í pistli sínum velti Sigmundur fyrir sér hversvegna börn skuli spyrja sig út í eigin kynvitund og nefnir „áróður“ í barnaefni frá BBC sem mögulega ástæðu.

Máli sínu til stuðnings vísar Sigmundur meðal annars til LGB Alliance, samtaka sem gjarnan eru talin transfóbísk.

„Þessi hópur er í raun settur upp eingöngu til að beita sér gegn réttindum transfólks, þó svo að heitið og einhverjar stefnur þeirra segi að það sé verið að beita sér fyrir réttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Öll þeirra starfsemi snýst um að beita sér gegn réttindum transfólks.“sagði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, við Stundina fyrr á þessu ári.

„Blind pólitík“

Pistill Sigmundar ber heitið Það sem ekki má ræða, en að hans mati hefur lítil sem engin umræða varðandi þessi málefni átt sér stað hér á landi. Hann heldur því fram að ríkisstjórnin taki ekki mark á vísindum né lækningum, heldur sé um að ræða „blinda pólitík“.

„Mál­efni transfólks hafa vakið mikla umræðu í ná­granna­lönd­um okk­ar. Sú umræða hef­ur oft orðið öfga­full og marg­ir mátt þola mikla ágjöf fyr­ir að spyrja gagn­rýn­inna spurn­inga. Margt transfólk hef­ur lýst eig­in reynslu og beitt sér fyr­ir skyn­sam­legri nálg­un en oft mátt þola árás­ir, ekki hvað síst frá fólki sem hef­ur nýtt sér málstaðinn til að styðja við eig­in hug­mynda­fræði frem­ur en að leita bestu lausn­anna.

Hér á landi er umræða um kosti og galla mis­mun­andi aðferða hins veg­ar lít­il sem eng­in. Á þessu sviði hef­ur rík­is­stjórn Íslands keyrt í gegn veru­leg­ar breyt­ing­ar á lög­um nán­ast án umræðu í sam­fé­lag­inu. Eft­ir helgi hyggst stjórn­in lög­festa þrjú frum­vörp til viðbót­ar. Sem fyrr er gagn­rýn­in umræða tal­in til óþurft­ar þrátt fyr­ir að mál­in varði grund­vall­ar­breyting­ar á sam­fé­lag­inu og vernd barna, lífs og heilsu.

„Áróður í barna­sjón­varpi BBC“

Sigmundur segir að í „ímyndarstjórnmálum“ samtímans séu mál sem þessi þögguð niður. Hann leggur sérstaka áherslu á Bretland í pistli sínum, og bendir á „áróður í barna­sjón­varpi BBC“ sem mögulega skýringu á því að börn spyrji sig út í eigin kynvitund.

„Ýmissa skýr­inga hef­ur verið leitað. Allt frá skóla­kynn­ing­um… að áróðri í barna­sjón­varpi BBC.“

„Þeir starfs­menn heil­brigðis­kerf­is­ins sem hafa gagn­rýnt þró­un­ina hafa mátt þola for­dæm­ingu aktív­ista og jafn­vel fjöl­miðla. En þeir eru þó ekki ein­ir um að lenda í slíku eft­ir til­raun til að ræða þessi mál. Fleira er und­ir í þess­ari umræðu en börn með kynáttunarvanda.“

Þá fjallar Sigmundur um Transútilokandi femínista, eða „terfur“ eins og hann kallar þau. Þar er átt við femínista sem setja sig upp á móti réttindum trans fólks. Hann nefnir þar sérstaklega á nafn J.K. Rowling, höfund bókanna um Harry Potter, sem hefur verið harðlega gagnrýndi fyrir orðræðu sína gagnvart trans fólki.

„Marg­ar kon­ur, ekki hvað síst femín­ist­ar, hafa mátt þola hrein­ar árás­ir fyr­ir að spyrja spurn­inga um þró­un­ina og setja hana í sam­hengi við rétt­indi kvenna. Slík­ar kon­ur eru upp­nefnd­ar terfur (e. TERF – Trans Exclusionary Radical Feminist). Meðal fræg­ustu fórn­ar­lamba slíkra árása er breski rit­höf­und­ur­inn J.K. Rowling sem leyfði sér að minna á að til væri orð yfir þann hóp fólks sem hef­ur tíðir og gaf til kynna að það orð gæti verið „kona“. Rowling er í aðstöðu til að standa af sér þá miklu her­ferð sem rek­in hef­ur verið gegn henni en aðrar kon­ur hafa misst vinn­una og mátt þola útskúf­un fyr­ir að ræða þessi mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?