fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Joe Biden og Kamala Harris eru fólk ársins að mati Time

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 05:56

Kamala Harris og Joe Biden eru fólk ársins að mati Time. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur valið Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Kamala Harris, verðandi varaforseta, fólk ársins. „Saman standa þau fyrir endurreisn og endurnýjun,“ segir á heimasíðu tímaritsins.

„Bandaríkin kaupa það sem þau selja. Eftir mestu kosningaþátttöku í heila öld fengu þau 81 milljón atkvæða og enn er talið. Þetta er mesti atkvæðafjöldi sögunnar og sjö milljónum fleiri atkvæði en Trump fékk,“ segir einnig. Tímaritið bendir einnig á að Biden taki heimsfaraldur kórónuveirunnar „mjög, mjög alvarlega“.

Forsíða Time. Skjáskot af vef Time.

Tímaritið segir að Biden hafi skuldbundið sig gagnvart Harris eins og Barack Obama skuldbatt sig gagnvart Biden þegar hann var varaforseti í embættistíð Obama. Varaforsetinn sé alltaf sá síðasti til að yfirgefa fundarherbergin til að hann, og fljótlega hún, geti verið með í ráðum um allar stórar ákvarðanir. Biden og Harris eiga í daglegum samskiptum, þau tala saman í síma og/eða senda sms og Harris er með í ráðum hvað varðar val á ráðherrum ríkisstjórnar Biden segir Time.

Val Time á manni eða konu ársins vekur alltaf mikla athygli og þykir mikill heiður að verða fyrir valinu. Á síðasta ári var það sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg sem varð fyrir valinu. 2018 voru það fangelsaðir eða myrtir fréttamenn sem höfðu lagt lífið að veði í leitinni að sannleikanum. 2017 var það MeToo-hreyfingin sem varð fyrir valinu og 2016 var það Donald Trump. 2015 varð Angela Merkel fyrir valinu og 2014 voru það þeir sem börðust gegn útbreiðslu ebólu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”