fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Davíð reisir níðstöng í leiðara Moggans – Segir Dag B. ábyrgðarlausan ónytjung

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 11:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesendur Morgunblaðsins, þá sérstaklega leiðara hans þennan morguninn, hafa ef till vill rekið upp stór augu í morgun en þar fer ritstjóri blaðsins býsna hörðum orðum um Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, og samfélagsmiðlastjörnu eftir viðtal sitt við Michael Bloomberg sem vakti mikla athygli fyrr í vetur.

Leiðarahöfundur skrifar:

Stundum er sagt að þeir séu til sem flestu vilji fórna fyrir frægðina. Dæmi þessa eru vissulega til og hafa í fæstum tilvikum breytt tilveru viðkomandi til batnaðar, öðru nær, einkum ef innistæðan fyrir upphefðinni er engin.

Og vissulega eru þeir líka til sem hlakka yfir heimskulegustu tiltækjunum í ímynduðu frægðarpoti.

En gamanið kárnar þegar aðrir en potararnir sitja uppi með afleiðingarnar af dellunum. Því er ekki að neita að sjálfs höfuðborgin okkar hefur á síðustu árum iðulega komist hátt á lista og hvað eftir annað orðið fræg í héraði og jafnvel að hluta nokkuð út fyrir það.

Athyglissjúkur borgarstjóri?

Leiðarahöfundur segir þá að Dagur B. hafi iðað í skinninu í upphafi veirufaraldursins, þegar veirufræðingar urðu fyrirferðarmiklir í kastljósinu, „en enginn spurði um Dag eða spurði Dag.“

Dagur lét það þá berast að það stappaði nærri því að vera næstum frétt að fyrir alllöngu hefði hann hreinlega velt því fyrir sér að fara í framhaldsnám í veirufræðum. Minnti borgarstjórinn á manninn sem í ferilskrá um ævi sína gerði grein fyrir því að hafa fengið boð á ráðstefnu en ekki farið. „Frægur í fimm mínútur“ er þekkt markmið í vökudraumum fólks í milljónalöndum.

Þá er áðurnefnt viðtal Michaels Bloombergs við Dag B. rifjað upp. Viðtalið vakti talsverða athygli á sínum tíma og þótti mörgum nóg um þegar Dagur B. lét það í veðri vaka að hann hefði haft hönd í ákvörðunum um víðtækar skimanir og smitrakningu.

Næsta tilraun fór ekki mikið betur þegar Dagur birtist hjá einum bústnasta ríkisbubba Bandaríkjanna, Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York, og fyllti hann af fjarstæðum um að læknissnilld hans sjálfs hefði ráðið úrslitum í árangri Íslendinga í veiruslagnum.

Enginn hér kannaðist við að kauði hefði nokkurs staðar komið þar nærri. Engu var líkara en Dagur í frægðarspreng sínum héldi að hægt væri að sleppa með því að segja af sér frægðarsögur í útlöndum og það myndi aldrei fréttast í ranni þeirra sem borga honum launin og sjá um að lagfæra torgið hið næsta húsgarði hans fyrir fjárhæðir sem venjulegir borgarbúar sjá ekki í sinni grennd.

Ábyrgðarlaus ónytjungur

Er spurningunni um hvers vegna Dagur lætur svona þá velt upp. „Dagur gæti auðveldlega einbeitt sér að þeirri frægð sem hann og hópurinn sem hann ber ábyrgð á hefur öðlast hjá þeim sem þurfa að horfa upp á öll ósköpin.“

Höfundur veltir þá jafnframt upp skuldasöfnun borgarinnar og endurvarpar orðum Eyþórs Arnalds um að fullkomið stjórnleysi sé á fjármálum borgarinnar. Sé skuldastaða Reykjavíkur borin saman við nágrannasveitarfélögin blasi við ófögur sjón.

Horfi íbúar í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ á skuldir deilt á þá og hins vegar á sambærilega skuldamynd Reykvíkinga þá sjá þeir tvöfalt(!) Og þakka sínum sæla fyrir að sitja ekki uppi með ábyrgðarlausa óntyjunga borð við þá sem fylla Bloomberg af lygisögum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör