fbpx
Miðvikudagur 28.ágúst 2024
Eyjan

Ólína segir frá arfleifðinni sem ekki má játa – „Sem Birni Bjarna­syni og fé­lög­um svíður að op­in­beruð sé“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 11:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Björn Bjarna­son hef­ur nú í nokkr­um Morg­un­blaðsgrein­um iðkað ákafa þrætu­bókarlist við und­ir­ritaða vegna af­skipta föður hans af orðstír Hall­dórs Lax­ness sem frá er sagt í bók minni Speg­ill fyr­ir skugga­bald­ur . Hef­ur hann lagt nokkr­ar lykkj­ur á leið sína og notið liðstyrks leiðara­höf­und­ar Morg­un­blaðsins og Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar.“

Svona hefst pistill sem Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag með yfirskriftinni Arfleifðin sem ekki má játa. „Björn heng­ir sig í rangtúlk­un á því sem sagt hef­ur verið og mót­mæl­ir svo eig­in álykt­un, sem er sú að faðir hans Bjarni Bene­dikts­son „hafi árið 1948 stöðvað út­gáfu bóka Lax­ness“ eins og Björn orðar brigsl­in sjálf­ur. Þessu hef­ur þó eng­inn haldið fram, svo Björn er að ríf­ast við sjálf­an sig um þetta atriði,“ segir Ólína.

Ólína segir að samkvæmt frumheimildum verði „ekki annað ráðið en að at­hug­un á tekj­um og skatt­skil­um Hall­dórs Lax­ness hafi fyrst og fremst haft þann til­gang að laska orðspor skálds­ins vegna ætlaðra tengsla þess við komm­ún­ista,“ eins og seg­ir í bók hennar (nánar tiltekið á síðu 154). „Fræðimönn­um ber þess vegna saman um að æru­hnekk­ir var óum­deil­an­legt mark­mið þeirra Bjarna Bene­dikts­son­ar og William Trimble, sendi­full­trúa Banda­ríkj­anna, þegar þeir véluðu um rann­sókn á skatt­skil­um skálds­ins í Banda­ríkj­un­um.“

Trimble sagði í skeyti að orðstír Laxness myndi skaðast varanlega ef því er komið til skila að hann sé að reyna að komast undan tekjuskatti. „Þar af leiðandi er mælt með frek­ari rann­sókn á þeim höf­und­ar­laun­um sem hann hef­ur vænt­an­lega fengið fyr­ir Sjálf­stætt fólk,“ segir Ólína að Trimble hafi sagt í skeytinu.

„Inn í þessa rann­sókn blandaðist meira að segja yf­ir­maður FBI, Ed­g­ar Hoo­ver, sem beitti sér af hörku gegn rót­tæk­um höf­und­um á þess­um árum og hikaði ekki við að hafa af­skipti af út­gáfu­mál­um þeirra.“

„Menn sem komnir eru úr takt við tímann“

Ólína segir frumkvæði og þáttöku Bjarna Benediktssonar í þessu máli varpa ljósi á pólitíska arfleifð Sjálfstæðisflokksins. „Sem Birni Bjarna­syni og fé­lög­um svíður að op­in­beruð sé. Þar er um að ræða viðhorf og vinnu­brögð sem – eins og bók mín grein­ir frá – valda sam­fé­lags­leg­um skaða. Nýj­asta dæmið er póli­tísk mis­beit­ing ráðherra­valds við dóm­ara­skip­an í Lands­rétt – brot sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hef­ur harðlega átalið í ný­fölln­um dómi,“ segir Ólína.

„Speg­ill fyr­ir skugga­bald­ur fjall­ar um vald­beit­ingu af fyrr­greind­um toga – fyr­ir­greiðslupóli­tík og aðra mis­beit­ingu sem gref­ur und­an góðri stjórn­skip­an, lýðrétt­ind­um og mann­helgi. Það er arf­leifðin sem Björn Bjarna­son og fylg­inaut­ar horf­ast nú í augu við. Sú arf­leifð er málstaður manna sem komn­ir eru úr takt við tím­ann – manna með þrotið er­indi sem hafa lifað sjálfa sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi

Orðið á götunni: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kastar grjóti úr glerhúsi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óvænt tíðindi varðandi auð Donald Trump

Óvænt tíðindi varðandi auð Donald Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga

Skólamál: Gagnrýni á nýtt námsmatskerfi af pólitískum toga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt

Svarthöfði skrifar: Ofdrykkjumenningin á Alþingi skýrir margt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rosaleg mistök hjá JD Vance – Sá hann ekki hvað stóð á forsíðu blaðsins?

Rosaleg mistök hjá JD Vance – Sá hann ekki hvað stóð á forsíðu blaðsins?