fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Lítill árangur af kvöldverðarfundi leiðtoga ESB og Bretlands í gærkvöldi – Samningslaust Brexit færist nær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. desember 2020 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fór til Brussel síðdegis í gær til að funda með Ursula von der Leyen, formanni framkvæmdastjórnar ESB, um samning á milli ESB og Bretlands um tollamál og fleira. Núverandi samningur gildir til áramóta en ef samningar nást ekki verður svokallað „hart Brexit“ staðreynd frá áramótum. Vonast hafði verið til að fundur þeirra myndi skila árangri en svo varð ekki því enn ber mikið á milli deiluaðila.

Yfir kvöldverðinum fóru líflegar og opinskáar umræður fram og lauk þeim seint í gærkvöldi. Johnson og Leyen ákváðu að gefa samningstilraununum tíma fram á sunnudag, að öðrum kosti verður ekki samið og þá verða engir samningar um tollamál og viðskipti Bretlands og ESB í gildi.

Margir höfðu vonast til að fundur leiðtoganna myndi skila góðum árangri og höggva á þann hnút sem er á samningaviðræðunum. Segja má að niðurstaða fundarins í gærkvöldi hafi verið að aðilarnir eru sammála um að mikið beri á milli og að þeir eru frekar svartsýnir á að samningar náist en ákváðu samt að gefa sér tíma fram á sunnudag til að reyna að ná saman.

En þrátt fyrir að svartsýnistónn hafi verið uppi eftir fundinn og hættunni á að allt endi þetta án samnings þá sjá báðir aðilar einhverja möguleika til að ná saman að mati Tom Newton-Dunn, stjórnmálaskýranda Times Radio, í gærkvöldi. „Annars er þýðingarlaust að ræða saman,“ sagði hann.

Áður en Johnson hélt til Brussel sagði hann á þinginu að ESB hefði lagt fram kröfur sem enginn breskur forsætisráðherra gæti samþykkt. Þetta eru til dæmis ákvæði um samkeppnisákvæði og um réttindi launþega og ríkisstyrki. Þá eru fiskveiðar heitt ágreiningsmál og ekki hefur náðst samkomulag um hver má veiða hvar og hversu mikið. Einnig hefur ekki náðst saman um hver á að skera úr um deilur sem kunna að koma upp varðandi samninginn og hvernig samningsaðilum gengur að fylgja honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK