CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Biden sé nú vinsælli en Trump hefur nokkru sinni verið síðan hann tilkynnti um forsetaframboð sitt í júní 2015. CNN segir að skoðanakannanir hafi sýnt að hlutfall jákvæðra Bandaríkjamanna í garð Trump hafi yfirleitt verið á blinu 30 til 40%. Besta útkoma hans var strax eftir forsetakosningarnar 2016 en þá sögðust 50% aðspurðra vera jákvæði í hans garð í könnun sem var gerð fyrir Bloomberg News.
Einnig kemur fram að sá munur sé á Biden og Trump að yfirleitt séu fleiri jákvæðir í garð Biden en neikvæðir en hjá Trump sé þessu að öllu jöfnu öfugt farið.