Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að aukningin sé hlutfallslega mest í erlendum eignum en þær jukust um 339 milljarða sem er 22,6% aukning frá áramótum. Stærstan hluta þessarar aukningar má rekja til veikingar krónunnar.
Frá áramótum til loka október styrktist gengisvísitala Seðlabankans um 16,7%. Bandaríkjadalur styrktist um 14,9% gagnvart krónunni og evra um 19,9%. Eignamarkaðir víða um heim hafa verið með sterkasta móti og hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa slegið hvert metið á fætur öðru.
Krónan hefur styrkst í nóvember og desember og má því gera ráð fyrir að eignaaukning lífeyrissjóðanna hafi gefið eitthvað eftir. Á fyrstu tíu mánuðum ársins jukust innlendar eignir um 5,7% eða 198 milljarða.